Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 85
skynsemi og klofningsstefna aðskilinna heima — eru ekki ótengd fyrirbæri en Weber lýsir tengslunum fyrst og fremst með neikvæðum hætti: hann leggur áherslu á óréttmæti krafna til að byggja einhver sérstök gildi önnur en vísindaleg — siðferðileg, pólitísk eða enn önnur — á vísindalegum skilningi eða lögmálum. Lögsagnarumdæmi vísinda má ekki þenja út fyrir svið þeirra sjálfra. Þessi hugmynd er almennt viðurkennd sem aðferðafræði- leg grundvallarregla. En við getum líka túlkað gagnrýni á óréttmætar kröfur sem óbeina lýsingu á raunverulegum staðreyndum. Kjarni þeirrar róttæku fjölhyggju, sem Weber er að lýsa, er að heimar í átökum beita skynsamlegri, meira eða minna vísindalegri rökfærslu og tungutaki í því skyni að skilgreina afstöðu sína og til að setja sín eigin lög. Vísindi eru á sinn hátt heimskerfi byggt á eigin lögmálum, en þau eru einnig — að vissu marki — tæki sem hægt er að aðlaga og stundum hentugur dulbúningur fyrir önnur kerfi. Á hinn bóginn felur grundvöllur vísinda sem sjálfstæðs kerfis í sér ákveðna samlögun við önnur kerfi: eins og Weber leggur áherslu á, byggja öll vísindi á tilteknum forsendum og forsendan sem hann setur nútíma vísindum almennt — þ.e. hið sérstaka form tilgangs sem býr að baki vitrænni beitingu þeirra — er mynd heimsins sem altæks orsakasamhengis. í ljósi þess hvernig vísindaheimspekin hefur þróast á seinni tímum verður vitaskuld að telja þetta í meira lagi vafasamt. En það sem máli skiptir í þessu sambandi er innri bygging rökfærslu Webers: hann telur að nútímavísindi séu háð túlkunar- reglum sem hafa þann sérstaka eiginleika að leysa allt upp eða jafna út merkingu, þó að slíkt verði ekki skilið öðruvísi en sem yfirfærsla merkingar — það er hvorki sem vitneskja um hreina reynslu né sjálfljós röksannindi. Umfjöllun Webers er stutt og ómarkviss: þversagnirnar, sem innbyggðar eru í útlistun hans á ástandi nútímans, einkum þeim sem snerta algildi og sérkenni vísinda, eru ekki nægilega útskýrð. Hvað sem því líður, tel ég að það sem við höfum — texta skrifaðan við upphaf tuttugustu aldarinnar hinnar styttri — séu drög að röksemdum sem gætu gert okkur kleift að sameina sjónarhornin tvö: skilning á þeim kröftum sem valda skautun sem og þeim sem leiða af sér hreyfiafl útjöfhunar. í raun hlýtur það að vera einhver athyglisverðasta tilviljun sögunnar að Weber — eins og nú hefur verið sýnt fram á — hélt fyrirlestur sem við þekkjum sem „Starf fræðimannsins“5 þann sjöunda nóvember 1917: það er að sá atburður sem frekar en nokkuð annað skóp sögu þessarar aldar og sá texti sem fram til þessa — þegar allt hefur verið tekið með í reikninginn — gæti reynst besti lykillinn að henni, verða heimfærðir upp á sama dag. En ef við viljum láta reyna á þessa túlkun á Weber, verðum við að tengja hugmyndir hans beint við seinni tíma þróun; uppgötvun tuttugustu aldarinnar á alræðisvaldinu vekur einkum upp TMM 1996:2 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.