Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 89
Til að ljúka þessari umfjöllun er rétt að virða stuttlega fyrir sér meginskoð- anir manna á stöðunni að loknu alræðistímabilinu í ljósi greiningar Webers. Fyrstu hreinræktuðu hugmyndafræðilegu viðbrögðin við falli kommúnism- ans voru hin vel þekkta kenning um að „lokum sögunnar“ væri náð. Það væri rangt að lýsa hugmyndinni sem hreinræktaðri alræðishyggju, en það mætti líta á hana sem frjálslynda samsvörun alræðisáformanna. Með öðrum orðum, það að sjá fyrir sér „endalok sögunnar“ táknar endalok innri átaka nútímans (hin svokallaða frjálslynda endurvakning Flegels var því í raun tilraun til að losna við Weber), og þeim eigi að ná fram með því að samhang- andi og sjálfstæð heild grundvallarreglna verði alhæfð og látin gilda jafnt fyrir svið stjórnmála og efnahagslífs. Með öðrum orðum, þessum reglum er ætlað að vera endanlegur samnefnari efnahagslegrar og stjórnmálalegrar frjálshyggju, og árangur þeirra við samstillingu þessara tveggja lykilsviða virðist tryggja alhliða jafnvægi þróunarinnar. Þessi tálsýn varð skammlíf; það gagnrýna viðhorf sem leyst hefur það hvað best af hólmi er skyldara Weber að því leyti að það varpar ljósi á átök formgerða og mismunandi þróunar. Við getum greint á milli tveggja meg- inafbrigða þessa þema, sem eru bæði áberandi í umræðunni um þessar mundir. Hið fyrra snýst um ný tengsl milli þjóðríkisins og alþjóðlegs efna- hagslífs. Jafnvel þótt við tökum með fyrirvara öfgakenndar hugmyndir um yfirvofandi eða raunverulegt andlát þjóðríkisins sem slíks (ýmislegt af því sem Hobsbawm hefur að segja um þetta efni er furðu grunnhyggið) þá er almennt talið, og það ekki að ástæðulausu, að ný holskefla alþjóðavæðingar efnahagslífsins valdi áður óþekktum vanda fýrir stjórnmálalífið sem byggir enn sem komið er á þjóðríkinu. Tæknilegar framfarir ásamt hagvexti (líklega best lýst með áhrifum fjarskipta á fjármálaheiminn) studdar af reglum tæknilegrar skynsemi, má skoða sem framsækin eða (fyrst og fremst) sem eyðileggjandi öfi, en þetta hefur í öllu falli leitt til þess að vægi stjórnmála og fullveldis þjóða hefur minnkað. Andlát þjóðríkisins vekur upp spurningar um lífslíkur lýðræðislegra stofnana sem þróast hafa í skjóli þess og um lífvænleika hefðbundinna aðferða við að taka á alþjóðamálum. En sjálffi undirstöðu nútíma stjórnmála getur ekki síður stafað ógn úr annarri átt. Þeir sem hallast frekar að hinu síðara afbrigði hins gagnrýna viðhorfs (sem gengur lengra en hið fýrrnefnda frekar en að það stangist á við það) halda því fram að ríkjandi viðbrögð við hinum nýju áskorunum séu gamaldags endurskilgreining stjórnmála þ.e.a.s. afturhvarf til óskynsamlegra (og að sögn upprunalegra) forms samfélagslegrar sjálfsmyndar sem komi til með að hafa forgang fram yfir öll önnur svið stjórnmála. Þetta skammhlaup menningar og stjórnmála, með háskalegum afleiðingum fyrir báðar hliðar, má skoða sem eins konar uppbót fyrir þá útþynningu stjórnmálanna sem TMM 1996:2 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.