Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 94
Tiergarten. Hommar, lesbíur og allsbert fólk eiga áreiðanlega ekki eftir að þykja góð ímynd fyrir hið endursameinaða Þýskaland og hægur vandi að útbúa skilti sem á stendur að bannað sé að ganga á grasinu vegna gróður- verndar. Og framan við Reichstag verður trúlega bannað að spila fótbolta af öryggisástæðum, enda aldrei að vita nema hryðjuverkamenn finni uppá þeim ljóta leik að dulbúast fótboltaskóm til að komast í návígi við Kohl og co. Helstu breiðstræti borgarinnar skerast í garðinum miðjum þar sem Sigursúlan mun áfram standa bísperrt, sem stolt tákn hins endursameinaða Þýskalands, þegar valdið heldur endurinnreið sína til Berlínar og hreinsað hefur verið til í Tiergarten. La Fura dels Baus En það var þessi kona sem átti sér þann draum að eignast sirkustjald þegar hún yrði stór. Draum sem staðið hefur 10 ár í Tiergarten, en verður nú að fella og flytja á einhvern túnskækil í einu af úthverfum borgarinnar, þar sem engin hætta er á að konsertarnir og leðurklætt fólkið sem þá sækir, trufli jakkafataklædda valdhafa og handlangara þeirra við iðju sína. Það átti að mörgu leyti vel við að það skyldi vera katalónski leikhópurinn La Fura dels Baus sem var með eina af síðustu stóru uppákomunum í Tempodrom, því í sýningu sinni M.T.M (Magnus Theatrum Mundi, Hið stóra alheimsleikhús) gerir hópurinn einmitt valdið, uppgang þess, hnignun, endalok og endurfæð- ingu á rústum hins gamla kerfis að viðfangsefni sínu. Valdið sem einskonar náttúrulögmál sem valdhafarnir eru ofurseldir, hringrás getnaðar og dauða. La Fura dels Baus var stofnaður 1979 sem götuleikhús, á þeim tíma þegar frjálsir leikhópar voru hvað mest í tísku í Evrópu. Þá strax má segja að hópurinn hafi lagt grunninn að því sem síðar hefur einkennt hann með uppákomum sínum, sem voru einskonar sambræðsla af tónlist og perform- önsum, þ.e. tilraun til að sprengja af sér ramma hins hefðbundna leikhúss. Með því að færa leikhúsið til áhorfenda og gera þá að virkum þátttakendum í sýningunum, en líka með því að tæta frásagnarformið sjálft í sundur, ekki síst með fulltingi annarra listgreina eins og til að mynda tónlistar, þar sem þær eru ekki einungis viðbót, til að undirstrika enn frekar það sem hvort heldur er sagt og sýnt, heldur að byggja þær í senn inní sýningarnar og sýningarnar að einhverju leyti í kringum þær. Þannig hefur La Fura dels Baus unnið í mjög nánu samstarfi við tónlistarmenn og meðal annars gefið út nokkrar plötur, myndlistarmenn, sirkusfólk, kvikmyndagerðarmenn, tölvu- grafíkera osfrv. osfrv. og jöfnum höndum sótt innblástur og verkþekkingu til þeirra og hins klassíska leikhúss. En það skyldi engin búast við þægilegu kvöldi í mjúku sæti í myrkvuðum sal, þar sem maður getur lifað sig áhyggju- 92 TMM 1996:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.