Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 97
sem er býsna lúmskt, því auðvitað fullyrða fjölmiðlarnir að þeir greini annarsvegar aðeins frá staðreyndum, en verði hinsvegar að laga sig að smekk og áhuga fólksins. En það er þetta með smekkinn, einhver hlýtur að móta hann, ekkert síður en staðreyndirnar. Ef ekki fjölmiðlarnir, hver þá? Valdið er ótvírætt, en ábyrgðin? Tja, það er nú það. Ætli fólkið beri hana ekki bara sjálft með því sem það kaupir og horfir á? En hvernig í ósköpunum á maður að geta greint á milli sannleika og lygi, milli þess sem skiptir mann máli og þess sem kemur manni ekki rassgat við í öllu því flóði af myndum og upplýsingum sem yfir mann steypist? Já, er ekki sá veruleiki sem maður fær miðlað oft á tíðum áhugaverðari, gott ef ekki raunverulegri en sá veruleiki sem maður lifir í? Mér er alltént minnisstætt þegar múrinn féll fyrir sex árum og ég var staddur hér í Berlín, þangað sem sjónvarpsaugu heimsins beindust í beinni útsendingu, að oft kaus ég fremur að sitja framan við sjónvarpið til að upplifa það sem var að gerast í kringum mig, en að fara sjálfur út í þann ruglingslega heim sem Berlín var þá dagana, með yfirfullar lestir af fólki með gráa húð, íklætt snjóþvegnum gallabuxum og með innkaupapoka úr næloni sem voru svo ljótir að þeir höfðu visst hallærisgildi. Maður hafði stöðugt á tilfinningunni að maður væri að missa af einhverju, þegar maður hætti sér út úr húsi, meðan sjónvarpið flokkaði það úr sem var áhugavert, dramatíser- aði atburðina hæfilega mikið og lét mann reglulega vita að maður væri að upplifa eitthvað heimssögulegt, úti á götu. Og núna sex árum síðar hefur fall múrsins leitt af sér ýmislegt sem mann óraði ekki fýrir meðan það var að gerast, eins og það að sirkustjaldið Tempodrom yrði fellt og flutt annað í kjölfar endursameiningar þýsku ríkjanna. M.T.M. Þegar maður kemur inn í Tempodrom er búið að stúka af rými með háum veggjum, klæddum hvítum tjöldum, en bakvið þau sér maður glitta í spegla. Hávær músík, stórt sýningartjald sem varpað er á myndum frá þremur videomyndvörpum, myndum sem manni finnst maður kannast við úr fréttum, MTV, af diskótekum, úr gömlum filmum án þess þó að geta staðsett þær nákvæmlega og öðru hvoru er setningunni „Dansið og verið glöð“ blandað inní myndaflóðið. Troðfullt, allir standa eins og á rokkkonsert eða í diskóteki og reyna að troða sér fremst. Meðfram veggjunum eru stæður af stórum pappakössum, samtals 160 stendur í leikskránni, snyrtilega raðað upp. Bið, 10 til 20 mínútna löng. Allt í einu ryðst hópur af fólki inn í áhorfendaskarann íklætt samfestingum. Þeim fýlgir maður með vídeótöku- vél, samskonar og fréttastofur um allan heim nota, og því sem gerist í fólksskaranum er varpað beint uppá sýningartjaldið. Einn af áhorfendunum TMM 1996:2 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.