Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 110
íslensku bókina um sömu fræðigrein: Snorra Eddu. Þannig höfum við vanist því æði lengi að geta talað um og rannsakað bókmenntirnar og raunar alla veröldina umhverfis okkur; ekki bara með tilfallandi hætti á götuhornum heldur líka á skipulegri hátt með skólun við menntastofnanir þar til umræð- an er komin á það stig að kallast fræði. Frá ævi höfundar til upplifunar lesandans Umræða um bókmenntir fer fram á öllum stigum út um þjóðfélagið. Hún er lesendum bókmennta töm. Sumir þeirra ganga svo langt að þjálfa sig sérstaklega í þessari umræðu þannig að framlag þeirra tekur á sig skipulegri mynd en samræða fólks yfirleitt. Hún getur farið æði langt frá skáldverkun- um og tekið að snúast um hluti sem skáldin yrkja ekki um en fanga hugsun lesenda þeirra engu að síður og tengjast bókmenntum á einhvern hátt. Þannig verða fræðin oft ansi óbundin af einstökum skáldverkum, af þeirri einföldu ástæðu að fleirum leyfist að hugsa en skáldunum einum. Og þessi skipulega iðkun bókmenntafræði hefur tekið miklum breytingum frá því á síðustu öld. Menn hafa sveiflast á milli þess að vilja vita allt um höfundinn áður en þeir treystu sér til að túlka verk hans, og beittu til þess svokallaðri ævisögulegri aðferð eins og menn þekkja af skrifum Sigurðar Nordals um Snorra Sturluson, Steingríms J. Þorsteinssonar um Jón Thoroddsen og Sveins Skorra Höskuldssonar um Gest Pálsson og Gunnar Gunnarsson, til svokallaðrar nýrýni þar sem bókmenntafræðingar vildu eingöngu lesa hin prentuðu verk, rótslitin ff á höfundi sínum, og túlka það sem þar var að finna, eins og til dæmis var kennt í bókmenntafræðum Njarðar P. Njarðvík um Eðlisþætti skáldsögunnar sem var lengi notuð í skólum sem hin eiginlega aðferðafræðikennslubók í bókmenntafræðum. Þótt þessar tvær meginað- ferðir hafi talist ólíkar sameinuðust þær í þeirri sannfæringu sinni að lesand- inn þyrfti að komast að merkingu verksins, livort sem það væri best gert með því að grafast fyrir um einkahagi og ætlun höfundarins eða styðjast eingöngu við verkið sjálft. Á allra síðustu áratugum hefur bókmenntamönnum þótt sem sér væri heldur þröngur stakkur skorinn að þurfa að binda sig með þessum hætti við höfunda og sköpunarverk þeirra. Þeir hafa því notað einstök skáldrit sem heimildir um þjóðfélagsástand á ýmsum öldum, til dæmis stétta- og kynja- kúgun, eftir atvikum og áhugamálum túlkandans hverju sinni, eða þeir hafa leitað staðfestingar í skáldritum á ýmsum kenningum sálfræðinga um eðli mannsins, drauma hans, þrár og innsta ótta: kenningum sem hafa oft verið smíðaðar með bókmenntir að heimild um andlegt líf manna. Mörgum hefur 108 TMM 1996:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.