Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 113
fyrir endurnýjun bókmenntanna á ekkert skylt við óheftar árásir á einstök verk fjölmargra meðalhöfunda. Úrval bókmenntasögunnar gerist með miklu hljóðlátari og sársaukaminni hætti gleymskunnar, og ritdómarar þurfa ekki að bera þá þungu ábyrgð að velja úr verk handa framtíðinni að lesa. Þeir sem vilja líkja eftir gagnrýni þessara manna á vorum dögum verða því að hafa lík markmið; velja sér marglofaða eða virta höfunda að skotspæni og rakka þá niður í nafni nýrra tíma: Ráðast til dæmis að Halldóri Laxness og lýsa frati á hann sem stórlega ofmetinn rithöfund sem þröng klíka bókmenntamanna hafi blekkt inn á heiðarlegt fólk. En hin harða gagnrýni nútímans er hvergi nærri slíkum stórvirkjum. í staðinn ræðst hún á einstök verk minni spámanna, oflofar gjarnan það sem menn hafa lært í skólum að sé merkilegt og það sem er líklegt til alþýðuhylli en fúlsar við tilraunum og nýjungum í skáldskap þar sem yngri kynslóðir feta sig áfram með efni og form á ótroðnum slóðum. Þannig verður harða gagnrýnin oft ákaflega íhaldssöm af því að hún gefur sér að formúla skáld- skaparins sé fundin, stefnan mörkuð og ekki annað eftir að iðja en eignast nógu góðan áttavita og tileinka sér slagorð. Harða gagnrýnin hefur það þó sér til málsbóta að þar finnst fólki eitthvað. Það þorir að taka afstöðu, lýsa skoðun sinni og bregðast við lesefninu. Slíkur ferskleiki er oft skemmtilegur og lýsir lifandi hugsun — sem er lofsvert því að það er ekki á allra færi að skrifa fjörlega „mér-finnst-krítík“ eins og sést á þeirri algengu lognmollurýni sem oft birtist undir ýmsum nöfnum þegar krítikerinn gengur letilega í gegnum verkið og lýsir því ffá upphafi til enda með þeim orðum að þetta sé nú allt hið áhugverðasta og mikill fengur sé að bókinni en man svo eftir því undir lokin að hann er krítiker og fer að finna að einhverju og hafa skoðun á því að ef til vill hefði aðalpersónan kannski átt að heita eitthvað annað. Slíkur gauðsháttur er með öllu óviðunandi en því miður allt of útbreiddur. En getum við talað um ábyrgð þeirra sem taka til máls um bókmenntir sem upplýstir fulltrúar lesenda? Hvernig á umfjöllun þeirra að vera? Með reglulegu millibili eru menn kvaddir til umræðuþátta um þetta vandamál og spurðir þessarar spurningar. Svörin verða einatt á þá lund að hún þurfi að vera verkinu trú, gera grein fyrir hinu og þessu og umfram allt verði gagnrýnandinn að vera sjálfum sér trúr. En hvað felst í þessu? Aðferðir sínar sækir krítikerinn í smiðju bókmenntafræðinnar og lagar þær að þörfum fjölmiðilsins. Gagnrýni í fjölmiðlum er því bæði sérhæfð bókmenntafrœði og sérhæfð blaðamennska þar sem menntaðir bókamenn eru fengnir til að segja frá tilteknum verkum í miklu styttra máli en þeir geta gert í tímaritsgreinum og bókum um bókmenntir og bókmenntafræði. Þeir TMM 1996:2 111 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.