Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 124

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 124
að þessu leyti er verkið rómantískt; nátt- úrunni er leyít að sefa hugann þannig að til geti orðið eitthvert „nú“: / tvíleik minnisleitar og leika því saman við það sem skynjununum berafhljóðum, myndum, angan, án þess að ánetjast og ölvastafþví. Þáfeykti vindurinn fossbununni til um stuðlaorgelið en hugfjötrar minnis bœgðu tónunum frá. Ogfyrir neðan lágu í brekkunni tening- ar sem höfðu brotnað úr stuðlunum. (72) Aðrir þættir bókarinnar einkennast einnig af náttúruskynjun, og iðulega þá með tengingum tónlistar og líkama. Um konuna ungu sem sótt var heim um glugga segir svo: „Nóttin strýkur þurr- um vindstrengjum sínum utan í fiðlu- kassa hússins. Það er henni svo nákomið einsog strengirnir fyrir þá tónlist séu festir á beini í henni, hún engist undan þeirri tilfinningu.“ (58). Til að forðast þessi feikn „fer hún ffarn úr og kveikir ljós sér til líknar.“ Æ og aftur er komið að þessu: náttúran og tónlistin eru innra með manni, í líkamanum, og verða ekki umflúnar; í stað þess að kæfa þau öfl ætti að láta þau hjálpa til við að yrkja litrófið, myndirnar og orðin í tilverunni. III Vitja má náttúrunnar á ýmsan hátt og ekki endilega af þögulli lotningu. Þetta sjáum við á kostulegri ferð þriggja manna sem virðast vera á sömu slóðum og þau „Dafnis og Klói“ í hjarðþáttun- um. „Fremstir fóru tveir blindir menn fýrir flokknum og blindfullur maður á milli leiddi þá og þeir þurftu að stanza þegar hann fór að slaga og rétta hann af svo þeir gætu haldið áfram.“ (111). 1 bókinni fer mikið fyrir persónum með skert skilningarvit eða þá útlit sem ekki samræmist hinni heilsteyptu, hellensku mannsmynd. Þarna er dvergur nokkur sem gerist umsvifamikill á kránni og hefúr stolið bjölluhúfu frá trúð (79), en máluðu andliti trúðsins hefur áður ver- ið lýst, og raunar einnig tilnefnd kona sem fetar sig eftir línu milli húsa. Þetta minnir á línudans í eldra verki eftir Thor, skáldsögunni Ópi bjöllunnar (1970), nema þar er það trúðurinn sem stígur út á strenginn, hinn „sorglegi trúður gleðinnar“. Einnig kemur manni í hug trúðurinn í Mánasigð (1976). Þeir sem þekkja til fyrri verka Thors munu ekki fúrða sig á þeim hópi persóna sem þeir mæta í Tvtlýsi, hvorki dvergnum, trúðnum, blinda manninum né heyrn- leysingjanum, né heldur tónlistarmann- inum sem kemur myrkur í lund inn á krána og leikur þar af ofsa á flygil, „ein- beittur af nauð sinnar sálar.“ (31). Hann kastar sér síðar í sjóinn (121) og það er væntanlega hann sem dreginn er ítrekað úr hafi. Svo snúið sé svolítið upp á umræð- una um gildi náttúrunnar í texta Thors, þá má segja að þegar kemur að mannfé- laginu sé ekkert náttúrlegt við það, ekk- ert sjálfgefið og „eðlilegt". Staðlað yfirborð getur falið herping, smæð, lok- uð skilningarvit og trúðsleik mann- skepnunnar og þær manneskjur sem Thor birtir, ýmist á spaugilegan, gróteskan eða sorglegan hátt, og virðast standa á jaðri samfélagsins og í tvílýsi þess, eru kannski miðlægari og skarpari birtingarmynd mannlífsins en ætla mætti við fyrstu kynni. „Tvílýsi“ kann að vera nýyrði Thors, að minnsta kosti er það ekki að finna í algengustu orðabókum og það er ekki á skrá hjá Orðabók Háskólans. Væntan- lega er það myndað með hliðsjón af er- lendum orðum, til dæmis enska orðinu „twilight", og þótt við eigum þarna góð orð fyrir, svosem „rökkur" og „ljósa- skipti“, þá vísar „tvílýsi" á þá birtu sem til verður á milli dagsbirtu og myrkurs. 122 TMM 1996:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.