Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 126

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 126
tengsl myndlistar, tónlistar og orðlistar. Thor er ekki fyrstur til að yrkja sig inn í slíka fléttu; hér má benda á ljóðasyrpu Steinunnar Sigurðardóttur, „Sjálfs- myndir á sýningu", sem birtist í bók hennar Kúaskít og norðurljósum (1991). í Tvílýsi virðast tengslin við verk Mússorgskíjs ítrekuð með því lykilhlut- verki sem píanóleikur fær í texta sem krökkur er af vísunum í tóna og tónlist, auk þess sem mikil tónlist býr í honum sjálfum — og raunar í myndum þeim sem hann dregur upp, hverja á eftir annarri í víðáttumiklum sýningarsal sínum. Spennandi væri að ffegna af gaumgæfilegri könnun á tengslum tón- verksins og skáldverksins. Til þess þarf mann sem er mér tónfróðari, en ég bendi á að tónlistarvensl textans eru ít- rekuð aftan á bókarkápu þar sem verkið er nefht „svíta“ og það hugtak notar Thor einnig í viðtali um verkið (sbr. Morgunblaðið 25. sept. 1994, þar sem hann bendir jafnframt á hversu gott „hljóðfæri“ íslenskt mál sé). Þar með er fjórða listformið komið tO sögunnar, því svíta er syrpa mishraðra danslaga. Ef til vOl má túlka sumar skáldsögur Thors sem svo að þær séu byggðar, með mikl- um útúrdúrum, í kringum dans karla og kvenna sem nálgast og firrast hvert ann- að á víxl í flóknu lífsuppgjöri. Einskonar frummynd þess dans ber fyrir augu í Fljótt fljótt sagði fugiinn (1968, s. 93), undir formerkinu „einsog“: „Og hann sá mann og konu sem stóðu sitt hvoru megin við skálina og færðust svo hring- inn kring einsog í einhverskonar helgi- siðum bundnum dansi.“ Hvort sem verk Mússorgskíjs er haft í huga eða bygging svítunnar, er ljóst að Tvílýsier í einskonar syrpuformi. Hér að framan hef ég meðal annars nefnt verkið „sögu“ og Thor segir í áðurnefndu við- tali: „Þetta eru myndir, sem eiga að ganga upp í einni sögu.“ Hann bætir að vísu við: „Þetta er vefur og maður spyr sjálfan sig: Hvað er saga?“ Við fyrstu kynni gætu lesendur átt erfitt með að finna sögusniðið, hvað þá að þeir sjái á því svipmót skáldsögu. Við blasa ýmis ff ásagnarbrot og þau gætu verið í ætt við teningana sem liggja í brekkunni og höfðu brotnað úr stuðlunum, eins og segir í tilvitnun hér að framan. Tening- urinn getur staðið sem tákn þeirrar áhættu sem Thor tekur með ffásagnar- aðferð sinni, en þegar tengingar mynd- ast milli slíkra teninga fer að móta fyrir skáldsögu, allt eins þótt hún krefjist óvenju virkrar þátttöku lesandans. Text- ar Thors hafa alltaf verið með spunabrag og lesandi þarf að geta notið spunans í senn sem viðtakandi og þátttakandi í þeim gjörningi. Einn eftirminnilegasti „gjörningur- inn“ í Tvílýsi er öskur heyrnar- og mál- lausa mannsins. Það er raunar ekki eina öskrið í verkinu, og lesendur kunna að minnast fýrri öskra í verkum Thors, til dæmis í Grámosinn glóir, eða þá „óps“ bjöllunnar í samnefndri bók. Hið síðar- nefhda er skylt því sem hér er vikið að. Það er nefnilega þögult óp, sem kafnar í „fiðursnævinu í koki mannsins.“ En sú fiðurvera sem ekki kemst út um kokið finnur aðra leið, því maður þessi heldur á fugli sem er hans málgagn. Nú „stóð maðurinn upp og hratt glugganum opnum. Svo færði hann fuglinn milli handa, og fleygði fuglinum út af afli, næstum heiff.“ (45). Sem minnir á að unga stúlkan sem stendur löngum við gluggann sögulega á líka fugl og reyndar mynda fuglar tengsl milli sviða sögunn- ar: hafs, borgar og skógar. Ekki fer held- ur hjá því að þessi tjáning, þetta öskurígildi, minni á ofsafenginn píanó- leik mannsins sem síðar gefur hafinu líf sitt. Undirspil verksins kemur frá píanó- inu og hafinu. Þetta kemur hvað gleggst 124 TMM 1996:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.