Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 132
Textar Sigfúsar birta flæðandi mælsku sem er sérstök vegna þess að orðgnóttin er meitluð og hvert orð er valið af ná- kvæmni og tilfinningu fyrir áhrifamætti orðanna. Hrynjandin er mikil og rækt lögð við þann galdur sem næst með hljómfalli íslenskunnar þegar orðaflór- an er notuð öðruvísi og meira en við eigum að venjast. Orðanotkun Sigfúsar er hvort tveggja skemmtilega forn- eskjuleg og eins nýtir hann sér slettur til að einkenna þá mynd sem dregin er upp. Sigfús hefur áður gefið út ljóðabæk- urnar Út utn lensportið (1979), Hlýja skugganna (1985), Án jjaðra (1989) og síðast Zombí (1992) auk smásagnasafns- ins Mýrarenglarnir falla (1990). Verkin sýna öll þessa sérstæðu málnotkun sem einkennir texta Sigfusar þar sem snúið er aðeins upp á setningarfræðilega hugs- un og leikið með óvænt tengsl orðanna. Efnin sem Sigfús fjallar um eru ekki eins ný og tungumálið sem hann velur þeim en oftast er það merkingarleitin sem er teygð og skoðuð á ýmsa vegu. Niður- staðan er líka oftast svipuð eða sú að lögin utan um merkinguna séu orðin það mörg að bjástur okkar sé einungis „helvítis haugrof / muldurrista / í merk- ingardauðann" eins og segir í ljóðabók- inni Ánjjaðra (1989). f Speglabúðinni er þessu eins farið. Maðurinn er í flestum tilfellum búinn að glata tengslunum við upphaf sitt þótt einnig sé boðið upp á andhverfuna, manninn sem lifir í sátt við sjálfan sig og upprunann en í uppreisn við allt skrum og skraut sem villir mönnum alfarið sýn á sjálfa sig. Kunnuglegt er því að sjá í Speglabúðinni „ódauðlega klisjuna, ólygna reynsluna og glæsilega forsýn- inguna á framtíðarauðninni“ enda þótt sama tilfinning hafi ekki verið orðuð nákvæmlega eins í fyrri verkum Sigfus- ar. Lífsins speki í samræðu við Sören Kierkegaard í fyrsta hluta bókarinnar segir mæland- inn að Sören hafi gengið uppi „allar sín- ar merkustu hugsanir" sem má vel umorða hér á höftmd Speglabúðarinnar svo, að þar séu hugsanir og kenndir kappeltar. Flæði textans hjá Sigfusi er eins og í fýrri verkum eitt aðaleinkennið þó örlítið hafi hægt á því frá Zombíljóð- unum (1992). Mælanda er mikið í mun að öll stemningin náist og þá þarf að birta öll skúmaskot hugsunarinnar og allt sem dúkkar upp í hausnum. Verkin hlaupa því einstaka sinnum útundan sér án þess þó að hugsunin glatist. Prósatextarnir í byrjun fjalla um bók- menntir, heimsborgir og frelsi en einnig drápstilraun á hrafni. Lýsingar eru ná- kvæmar og þrátt fyrir hógværð í greina- merkjanotkun er í þessum hluta meiri ró í ffásögninni en hingað til hefur ein- kennt verk Sigfusar. Hér á sér stað prósa- samræða mælanda við fræga rithöfunda og verk þeirra sbr. þá Poe, Whitman og áður nefhdan Kierkegaard. Einnig eru dregnar upp myndir af borgum og löndum og er þá allt tekið um borð, sagan, götulífið, bókmenntirnar, hugs- unin og byrðin. Mjög sterk mynd næst af Lundúnum og eins kemur örsagan í sögunni „Sönn saga af frelsi“ sterkri til- finningu til skila vegna einfaldleikans í málfari. Þar segir af lítilli stúlku sem heimsækir pabba sinn, kennara, sem sit- ur í fangelsi í Uruguay vegna meintra hugsjóna sinna eins og segir í textanum. Hún fær ekki að færa honum teikningu af fuglum en teiknar þá tré og kemst inn með þau. Kennarinn hælir vitaskuld myndinni og þakkar fyrir en spyr svo hvaða pínulitlu hringir þetta séu þarna á bak við grein- arnar í trjátoppunum. Hvort þetta séu appelsínur eða kannski epli. — Þá suss- aði stelpan á hann hissa og hálfhneyksl- 130 TMM 1996:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.