Skírnir - 01.01.1963, Page 9
ÁRNI MAGNÚSSON ASSESSOR
ÞRIGGJA ALDA MINNING.
Á þessu hausti eru liðin 300 ár frá fæðingu Áma Magn-
ússonar assessors. Hann má hiklaust telja í hópi merkari
Islenclinga, sem uppi hafa verið. Þykir Skírni því hlýða
að minnast hans að nokkru. Verður þó aðeins stiklað á
stóru, enda væntanleg rækilegri ritgerð á íslenzku um
Áma innan skamms.
Árni Magnússon er fæddur á Kvennabrekku í Dölum
13. nóvember 1663. Faðir hans var Magnús Jónsson, þá
prestur þar, síðar hóndi og lögsagnari, talinn skarpgáfað-
ur og fróður í lögum, en gáði sín ekki ávallt í ásta- og
drykkjumálum og galt þess. Móðir Árna var Guðrún Ket-
ilsdóttir, dóttir Ketils Jörundarsonar, prests í Hvammi í
Dölum, en hann var kunnur fræðaiðkandi á sinni tíð,
skrifaði m. a. upp allmörg gömul handrit. Stóð þannig að
Árna í háðar ættir menningarfólk og áhugafólk um ís-
lenzk fræði. Fyrstu æviár sín ólst Ámi upp hjá afa sínum,
Katli, en hann lézt árið 1670. Síðar dvaldist Árni með
móðurbróður sínum, Páli Ketilssyni, sem tekið hafði við
embætti föður síns, nokkm áður en hann dó.
Árni Magnússon var snemma námfús. Segir svo í ævi-
ágripi Árna eftir bróður hans, Jón Magnússon:
Þegar hann var 6 ára gamall, um veturinn fyrir jól,
byrjaði hann að læra latínu . . . En þangað til hafði
liann lært að lesa íslenzku og fleira smálegt þar að
Iútandi. Þegar hann var 10 vetra, fyrir jól um vetur-