Skírnir - 01.01.1963, Page 14
10
Árni Magnússon assessor
Skírnir
skrift handrita, og eru í Árnasafni „26 handrit með hans
hendi eða handrit, sem hann hefur gert athugasemdir í
utan máls“ (Safn Frœðafélagsins VIII, 148). Frá Páli Ket-
ilssvni, móðurbróður sínum, fékk Árni einnig nokkur
handrit. Örugglega er safn Árna orðið stórt og mjög verð-
mætt, áður en hann hefur starf í jarðabókarnefndinni.
í bréfi, sem hann skrifar 1698, segist hann eiga allar ís-
lenzkar sögur, og í bréfi, rituðu snemma árs 1699, kveðst
hann eiga svo mikið safn af skinnbókum, að enginn muni
eiga jafnmikið í Norðurálfu (sbr. Safn Frœðafélagsins
VIII, 152). En allt um þetta hlýtur safn hans að hafa auk-
izt gífurlega á ferðum hans um ísland 1702—12, ekki sízt
að alls konar skjölum og skilríkjum, enda var tekið fram
í erindisbréfi um nefndarstörfin, að jarðeigendur og fyrir-
svarsmenn kirkjueigna væru skyldir að sýna nefndar-
mönnum skilríki fyrir eignunum. Margt af þessu tæi lenti
í safni Árna, sumt var skrifað upp, en annað varð inn-
lyksa hjá honum. En hvernig Árni hefur getað eignazt svo
verðmætt safn fyrir 1700, þ. e. áður en hann fær prófess-
orsembættið og áður en hann kvænist, er ráðgáta, sem ég
treystist ekki til að leysa.
Árni Magnússon var með eindæmum natinn safnari og
fylginn sér og harðdrægur við söfnunina. Hann lét sér
ekki nægja að slægjast eftir heillegum bókum. Engu síður
var hann á hnotskóg eftir bókarytjum, einstökum blöð-
um og blaðtutlum og bjargaði þannig mörgu verðmætu,
sem fyrir sjónum venjulegra manna var einskisvert. Hann
einskorðaði ekki heldur söfnun sína við Island. Margt í
safni hans er komið úr Noregi og Danmörku, og sumt af
því varðar þessi lönd, en ekki ísland.
Samkvæmt skrá Kr. Kálunds yfir Árnasafn eru þar
2572 númer. Þetta segir að vísu ekki mikið, en gefur þó
nokkra hugmynd. Áðalatriðið er ekki mergðin. 1 Árna-
safni eru saman komin fjölmörg dýrmæt handrit og það
er fjölskrúðugast safn handrita af miðaldabókmenntum
íslenzkum.