Skírnir - 01.01.1963, Side 17
Skirnir
Þriggja alda minning
13
legan fvrirlestur, og ekki er hitt síður furðulegt, að mesti
norrænufræðingur sinnar tíðar — og áreiðanlega einn af
fremstu norrænufræðingum allra tíma — skuli vart liafa
skilið eftir sig nokkra lieillega, frumsamda rilgerð um
fræði sín. Þessar kynlegu staðreyndir verða ekki skýrðar
með því, að Arni liafi lalið tíma sínum hetur til annars
varið. Hér er eittlivað annað á ferðuin, eitthvert sálrænt
einkenni, sem djúpt hefir rist í andlegri gerð mannsins.
Mér kemur tvennt til liugar þessu til skýringar. Arni
Magnússon hefir verið haldinn þeirri hneigð, sem erlend-
ir menn kalla perfectionisma. Hann hefir átt erfitt með
að sætta sig við annað en allt það, sem hann léti frá sér
fara, væri fullkomið, gersamt. Þessi gersemdarhneigð eða
fullkomleikalineigð liefir verið lionuni fjötur um fót,
varnað því, að liann gerðist mikilvirkur rithöfundur um
fræði sín. Þessi skýring er engin getgáta mín. Hún styðst
við ummæli samtímamanns Árna Magnússonar, sem var
lionum nákunnugur. Jón Ólafsson frá Grunnavík segir í
ævisögu Árna:
Og ei síður í hókaskrifum var hann hinn varúðar-
samasti að fara ei með nokkurn óþarfa og enn síður
ósannindi; kvað hann veröldina allt of fulla af hé-
gómahókum, þó ei hætti hann við. Já! hann var so
mjög þar um vandlátur, að ég lieyrði hann so að
kveða, að maður mætti nálega vera alla ævi sína um
að samansetja einn lítinn bækling. Hann sagðist aldrei
hafa ásett sér að skrifa neitt sérlega sjálfur, og so virtu
aðrir, sem hann vildi so skrifa, að eigi yrði að fundið.
Merkir íslendingar IV, 43.
Hitt atriðið, sem mér virðist skýra ritleysi Árna Magn-
ússonar, er liin ríka söfnunarlineigð hans. Á sama hátt
og hann steypir sér út í söfnun handrita og bóka og nær
meiri árangri en aðrir samtímamenn hans, leggur hann
allt kapp á að safna fróðleik, skrá hann og semja um
hann athugagreinir. Honum, sem sé, nægir að viða að sér
efni í rit og ritgerðir. Hitt skiptir ekki máli að skapa rit-
aða heild úr þessu safnverki. Þannig varð safneðlið hon-