Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 34
30
Páll S. Árdal
Skímir
eða hegning, en eg nota þessi orð jöfnum höndum án þess að
telja á þeim merkingarmun. Til eru til dæmis þeir menn í
Bretlandi, sem vilja láta berja svipum forherta glæpamenn,
og þar í landi eru menn einnig oft lamdir í skólum fyrir brot
á skólareglum.
Þegar ég segi, að nauðsynlegt sé, að refsing sé fyrir afbrot,
þá á ég við, að þetta sé rökræn nauðsyn. Við mundum ekki
kalla hegningu aðra meðferð en þá, sem menn eru látnir sæta
fyrir afbrot. Takið eftir því, að ég er ekki að segja, að hegn-
ing sé einungis réttlætanleg, ef sá, sem fyrir henni verður,
er sekur um eitthvert afbrot, þótt það sé án efa rétt. En
ber þá að skilja orð mín svo, að það sé röklega ókleift að
hegna saklausum manni? Ef svo væri, þá myndi ég kom-
ast í mótsögn við sjálfan mig, ef ég segði: „Jóni var hegnt
fyrir innbrot í Landsbankann, sem hann framdi ekki.“ — Til
eru þeir heimspekingar, sem hafa viljað takmarka á þennan
hátt notkun orðsins, sem samsvarar á tungu þeirra íslenzka
orðinu refsing. Ekki finnst mér þó ástæða til þessa, og mun
ég nota orðið þannig, að við getum talað um refsingu á sak-
lausum manni án þess að komast í mótsögn við sjálf okkur.
En ef manni er alltaf refsað fyrir afbrot og þetta er rök-
nauðsyn, hlýtur þá afbrotið ekki að minnsta kosti að hafa
verið framið? Mundi ekki vera mótsögn í því að segja: „Jóni
var refsað fyrir að stela rjóma úr ísskápnum, en sannleikur-
inn er sá, að mamma hans gleymdi að kaupa rjómann“?
Mundi ekki vera rangt að kalla löðrunginn, sem Nonni fékk,
refsingu, þar eð ekkert afbrot var framið og refsing hlýtur
að vera fyrir afbrot? Þetta er ekki augljóst mál. Maður er
tekinn af lífi fyrir morð, en sá, sem talið er, að myrtur hafi
verið, kemur seinna fram bráðlifandi. Það er ekki augljós-
lega rangt að segja hér, að þessum manni hafi verið refsað
fyrir afbrot, sem aldrei var framið.
En hvernig eigum við þá að skilja orðin fyrir afbrot, ef við
teljum rökræna nauðsyn, að refsing sé fyrir afbrot? Ég held
við hljótum að segja, að sá, sem hegnir, verði að minnsta kosti
að láta líta svo út, að afbrot hafi verið framið, sem sá, sem
hegnt er, beri að einhverju leyti ábyrgð á. Þetta er dálítið