Skírnir - 01.01.1963, Page 40
36
Páll S. Árdal
Skírnir
það sem menn að öðru jöfnu reyna að sneiða hjá. Séð frá laga-
legu sjónarmiði gætu refsingar í einstökum tilfellum verið
kærkomnar, þótt þær nái ekki tilgangi sínum, ef þær verða
kærkomnar mörgum.
2. Refsing er refsing því aðeins að hún sé fyrir afbrot, þótt
ekki sé augljóst, að sá, sem refsað er, verði að vera sekur.
Hann verður þó að minnsta kosti að vera talinn bera að ein-
hverju leyti ábyrgð á einhverju afbroti. Þó er ekki ljóst, að
manni hafi ekki verið hegnt, ef í ljós kemur síðar, að afbrot-
ið, sem honum var hegnt fyrir, var aldrei framið.
3. Refsing verður að vera ákveðin af manni eða mönnum.
Ég hef af ásettu ráði sleppt bollaleggingum um það, hvort
náttúrufyrirbæri geti talizt refsing æðri máttarvalda.
4. Sá, sem refsað er, verður að hafa til þess rétt. Þótt mað-
ur hafi gert eitthvað rangt, getur ekki hver sem er áskilið
sér rétt til að refsa honum.
1 öllu þessu verðum við að hafa það hugfast, að í ýmsum
jaðartilvikum getur verið erfitt að segja um, hvort rétt sé að
kalla eitthvað refsingu. Þá má ekki gleymast, að ég nota
orðið afbrot í mjög víðri merkingu, er ég held því fram, að
hegning hljóti að vera fyrir afbrot, ef hún á að geta kallazt því
nafni. Það er greinilega reginmunur á glæpum nazista í síð-
ustu heimssstyrjöld og bellibrekum skólastráka, en ég nota
orðið afbrot um hvort tveggja.
II. Réttlæting refsinga.
Hér að framan höfum við velt fyrir okkur spurningunni:
Hvað er refsing? Nú langar mig til að drepa lítillega á skoð-
anir heimspekinga á þvi, hvers kyns rökum réttlæta megi
refsingar. 1 leit okkar að lausn á þessu vandamáli getum við
litið í tvær áttir. Við getum leitað að réttlætingu refsinga í
afleiðingum þeirra eða í verknaðinum, sem refsað er fyrir.
G‘ id t f Til eru þeir heimspekingar, sem telja verknað-
inn, sökina, algjörlega fullnægjandi réttlætingu
refsinga og reyndar þá einu. Til dæmis segir brezki heim-
spekingurinn Bradley: