Skírnir - 01.01.1963, Síða 63
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON:
BÖRN OG BÆKUR.
I.
„Já, guði sé lof, maður er áhyggjulaus, maður veit þó all-
tjent, hvar blessað harnið er, þegar það er að lesa.1'1) Ummæli
af þvílíku tagi má oft heyra af vörum foreldra og bera vitni
furðulegri einfeldni. Vita þeir í raun og veru, hvar barnið er,
þegar það er að lesa? Við könnumst öll við þá trú, að sálin
geti á stundum farið úr líkamanum, svifið um heima og
geima, þótt hann sé kyrr á sínum stað. Gerist ekki eitthvað
þessu líkt, þegar barnið les efni, sem gagntekur það? Meðan
barnið les, hrærist það í heimi bókarinnar, lifir í ímyndun
sinni unaðslega eða skelfilega atburði, kynnist fólki, vondu
og góðu, lítilmótlegu og stórbrotnu. Barn, sem les, getur því
verið í mjög misjöfnum félagsskap, og bókheimur þess á rík-
an þátt í því að móta hugsun þess, tilfinningar og viðhorf.
Þegar ég tala hér um bókmenntir handa börnum og ung-
lingum, á ég yfirleitt ekki við námsbækur, ekki heldur bækur
um leiki, dægradvalir, föndur og alls konar tækni, heldur
aðrar bækur, sem börn lesa sér til skemmtunar og fróðleiks
í tómstundum sínum. En hér sem víðar er torvelt að draga
skýrar markalínur. Lestrarbækur í móðurmálinu teljast þó
frekar til þeirra bóka, sem ég geri hér að umtalsefni, og mun
ég vikja nokkuð að þeim síðar.
Þegar undanskildar eru bækur, sem notaðar eru við lestrar-
kennslu, svo og aðrar námsbækur, eiga barna- og unglinga-
bækur sem sérstök bókmenntagrein sér ekki ýkjalanga sögu.
Það er fyrst eftir að áhrifa uppeldisfræðinga 18. aldarinnar
fer að gæta, einkum hinna svonefndu filantrópa eða mann-
vina, Basedows, Campes o. fl., eða seint á 18. öld, að hafizt
er handa um að semja og gefa út bækur til skemmtunar börn-
i) [1] bls. 145.