Skírnir - 01.01.1963, Page 65
Skírnir
Börn og bækur
61
Um þróun bókmenntasmekks barna eftir aldurs- eða þroska-
stigum fer ég að mestu eftir rannsóknum frú Ch. Búhlers.1)
Minnast verður þess, að aldursmörkin eru hvergi nærri skorð-
uð, heldur næsta breytileg. Heitið á tímabilunum gefur að-
eins til kynna ríkjandi áhugamál barnsins. Þetta áhugamál
deyr ekki skyndilega út, heldur þokar smám saman fyrir öðr-
um nýjum.
1. Myndabókaaldurinn. Fyrsta kynning barna af bókum er
af myndabókum af ýmsum gerðum. Sumar þessar bækur eru
sögur í myndum, og fylgir þeim þá gjarnan stuttur texti, saga
eða vísa. Myndabókaaldurinn fellur nokkum veginn saman
við leikskólaaldurinn, frá 2—5 ára aldurs. Seinni hluti þessa
tímabils er þegar vel fallinn til þess að læra barnavísur. Á
þetta ekki hvað sízt við um þau börn, sem eru söngnæm.
Einnig hafa þau gaman af að heyra sagðar stuttar, einfaldar
sögur, sem þau setja í samband við sig sjálf eða heimfæra
upp á sig sjálf. Ch. Buhler kallar þetta aldursskeið Struwel-
peteraldurinn, eftir aðalhetjunni í frægri þýzkri barnabók.
2. Næst kemur sagna- og œvintýraaldurinn. Nær hann yfir
um 5 ára skeið eða frá 4, 5—9, 10 ára. Timabili þessu má
skipta í tvo hluta. Á hinum fyrri er bamið ólæst, en er þá
mjög áfjáð í að láta segja sér sögur og ævintýri. Á seinna
tímabilinu fer bamið að geta lesið sögur fyrir sjálft sig og
þarf þá ekki lengur að vera upp á aðra komið í þessu efni.
Á þessum aldri skynjar barnið alla tilveruna sem lífi gædda
og eignar dauðum hlutum, jurtum og dýrum mannlegar eig-
indir. Þetta er tími töfrahyggju og sjálfhverfu, barnið er al-
máttugt í imyndun sinni og skeytir engu um orsakalögmál
efnisheimsins né sennileika atburða. Töfraheimur bernskunn-
ar, hin horfna Paradís hennar, er við söknum síðar alla ævi,
er að mestu bundinn við þetta tímabil.
3. Við 9—10 ára aldur hefst Róbinsonsaldurinn, kenndur
við hina frægu bók Defoes, Róbinson Krúsó, en hún og aðrar
bækur i þeim anda njóta þá sérstaklega mikilla vinsælda. Raun-
sæi barnsins vex, ævintýrin ein fullnægja því ekki lengur.
Það leggur út i heiminn í líki Róbinsons. Utþráin og athafna-
i) [2] bls. 288—307 og [4] bls. 340—365.