Skírnir - 01.01.1963, Qupperneq 70
66
Símon Jóh. Ágústsson
Skírnir
aftur og skemmta sér alltaf jafnvel við þær. Rétt er að láta
slíkt afskiptalaust, einkum ef um sígilda eða góða bók er að
ræða. Minnumst þess, sem einhver vitur maður sagði: Sú bók,
sem er ekki þess virði að vera lesin oft, er ekki heldur þess
virði að vera lesin einu sinni. Ég tel rétt að taka hér skýrt
fram, af því að ég legg mikla áherzlu á, að böm á öllum
aldri lesi sígildar og góðar bækur við sitt hæfi, að ég tel
ekki saka, þótt böm lesi ýmislegt léttmeti meðfram. Góðar
bækur verða þó ávallt að mynda kjama þess, sem bamið les.
Valin ævintýri úr Þúsund og einni nótt fara að verða vin-
sæl um 9—10 ára aldur, einkum meðal drengja. Undrið ein-
kennir þessar frásögur líkt og þjóðsagnaævintýrin. 1 þessu
fjarlæga og ókunna umhverfi nýtur barnið enn undursins,
þótt það sé vaxið upp úr sumum þjóðsagnaævintýrunum.
Þúsund og ein nótt er þess vegna tengiliður milli ævintýris-
ins og raunsærri sagna, eins og Róbinsons. I fyllingu tímans
leggur bamið af stað út í víða veröld með Róbinson að leið-
sögumanni. Þá er allt, sem fyrir ber, mögulegt, allt hefur
skynsamlegar ástæður, allt hlítir orsakalögmálum efnisheims-
ins. Ramið vex smám saman frá hugmyndaheimi ævintýr-
anna, raunsæið vinnur stöðugt á, orsakalögmál kraftaverks-
ins ræður ekki lengur, í stað þess greiðir söguhetjan úr öll-
um vanda. Og þegar atburðimir gerast í framandi umhverfi,
stuðlar það að því, að barnið er ekki of gagnrýnið á getu
söguhetjunnar.
Róbinson hæfir bæði drengjum og telpum, en er þó vin-
sælli meðal drengja, og þeir fá fyrr smekk fyrir hann. 1 Rób-
inson finna börn við 10—11 ára aldur máttuga tjáningu út-
þrár sinnar og athafnaþarfar. Bókin hefur verið þýdd á nær
öll tungumál, endursögð og stæld óteljandi sinnum. Hún er
meistaraverk, sem ekkert barn ætti að fara á mis við.
Skilin milli Róbinsonsaldursins og hetjusagnaaldursins eru
hvergi nærri glögg. Af hetjusögum, sem náð hafa fádæma
vinsældum, má fyrst til nefna Tarzansögurnar eftir Burrough.
Fyrsta Tarzanbókin kom út 1914, en 1928 gerðist kunnur
blaðateiknari, J. M. Neebe, til þess að myndskreyta úrdrátt
úr bókinni um Tarzan og apana. Þetta er upphaf hinna