Skírnir - 01.01.1963, Side 74
70
Símon Jóh. Ágústsson
Skírnir
lendir í alls konar mannraunum, sem hún kemst þó úr, sakir
ráðsnilli sinnar og kjarks.
Leynilögreglukonubækur er einn sá bókaflokkur, sem ung-
lingstelpur lesa mikið. Efni þeirra er hliðstætt samsvarandi
bókum handa drengjum. Fæstar þeirra hafa teljandi bók-
menntagildi.
V.
Þótt börn hafi kynnzt góðum bókum og fengið smekk fyrir
þær, er bilið samt nokkuð breitt milli bókmenntasmekks ung-
lingsins og bókmenntasmekks fullþroska manns. Það er lang-
ur vegur frá kvæðum Þorsteins Erlingssonar og Jónasar Hall-
grímssonar til hinna djúpu, torskildu og þunglamalegu ljóða
Einars Benediktssonar og Stephans G. Stephanssonar, frá
Skuggasveini til Péturs Gauts, frá Pilti og stúlku og Manni
og konu til Islandsklukkunnar, frá Jules Verne eða Marryat
til Thomasar Manns eða Camus. Þetta bil verður aðeins brú-
að smám saman, og get ég hér einungis drepið á örfá atriði
Eftir kynþroskaárin fara vegir pilta og stúlkna að liggja
saman aftur, í bókmenntalegu tilliti sem öðru. Bæði kynin
vaxa nú upp úr hinum sérstöku drengja- og telpnahókum. Það
myndi bera vitni miklum tilfinningalegum og bókmennta-
legum vanþroska, ef 18 ára stúlka yndi sér bezt við sérstakar
telpnabækur. I þessu efni gegna lestrarbækurnar mikilvægu
hlutverki. Þar eru kaflar, sem hafa bókmenntagildi og bæði
drengjum og telpum þykir gaman að og þau eru fær um að
njóta, og treysta þannig grundvöllinn undir sameiginlegum
bókmenntum kynjanna í stað hinna sérstöku drengja- og
telpnabóka. Margar sígildar unglingabækur, sem mikið eru
lesnar í tómstundum, eins og Kofi Tómasar frænda, hafa
þennan kost.
Það er ótvírætt merki um þroskaðri bókmenntaskilning,
þegar unglingarnir fara að fá smekk fyrir sameiginlegar bók-
menntir. Meðan þeir hafa mestan áhuga á sérstökum drengja-
og telpnabókum, er þeim lokuð leið að mörgum þeim dýr-
mætustu bókmenntafjársjóðum, sem hafa sammennskt gildi.
Unglingurinn er miklu sjálfstæðari en harnið, hann vex