Skírnir - 01.01.1963, Síða 84
80
Símon Jóh. Ágústsson
Skírnir
eru þær sendiboðar, sem fara yfir fjöll og dali, yfir heims-
höfin, til þess að knýta ný vináttubönd. Hver þjóð er í senn
veitandi og þiggjandi, hún gefur óteljandi gjafir, þiggur ótelj-
andi endurgjafir; og með þessum hætti myndast á fyrstu ævi-
árunum, þegar næmleiki hugans er mestur, lýðveldi bernsk-
unnar, sem spannar yfir alla veröld.“
VIII.
Mig langar að lokum til að bera fram nokkrar óskir.
Við foreldra vildi ég segja þetta: Látið börnin ekki búa um
of að tízkubókum og dægurflugum. Laðið þau umfram allt
að sígildum bókmenntum og hinum beztu barnabókum sam-
tiðarhöfunda. Sígildar barnabækur hafa sérstöðu. Með lestri
þeirra er grundvöllur ekki einungis lagður að góðum bók-
menntasmekk, heldur hafa þær einnig að öðru leyti djúp og
varanleg uppeldisáhrif. Látið börnin ekki heldur búa of mjög
eða eingöngu að bókum, sem sérstaklega eru samdar handa
börnum. Margar hinna beztu barna- og unglingabóka voru
ritaðar fyrir menn yfirleitt, gamla og unga, eins og ég hef
nefnt fjölmörg dæmi um. Laðið barnið að bókmenntum full-
orðinna manna, eftir því sem þroski þess leyfir. Ef börn búa
of mjög að tízkubókum samtíðarinnar, sem samdar eru sér-
staklega handa þeim, getur það valdið stöðnun í sálarlífi þeirra,
fest þau í bernskum hugsunarhætti og orðið þeim þroskatálmi.
Til útgefenda vildi ég beina þessum óskum:
1. Brýn þörf er á að gefa út stórt úrval við hæfi barna og
unglinga úr íslenzkum þjóðsögum. Hið gamla úrval Bjöms
Jónssonar er löngu uppselt, og hin mörgu og miklu þjóðsagna-
söfn eru allt of viðamikil fyrir böm, enda er ekki nema til-
tölulega lítill hluti frásagnanna við hæfi þeirra. Ég held, að
bezt væri að hafa hvern flokk sér í bindi: útilegumannasögur,
huldufólkssögur o. s. frv., eins og var í úrvali Björns Jóns-
sonar. Að sjálfsögðu væri úrval þetta ekki eingöngu gert úr
þjóðsögum Jóns Árnasonar.
2. Sömuleiðis er brýn þörf á að gefa út í nokkmm bind-
um úrvalsþætti úr Islendingasögum og öðrum fornritum
við hæfi barna og unglinga. Fomsöguþættir þeirra Pálma