Skírnir - 01.01.1963, Síða 105
Skírnir
Úr sögu skinnbóka
93
ur verið ungur þegar hann skrifaði í 62, en roskinn þegar
hann átti Arnkel. Þorkell Þormóðsson er hvergi nefndur ann-
ars staðar en hér, svo mér sé kunnugt.
Rétt undir bréfsupphafi Guðvarðar prests, og að því er virð-
ist siðar skrifað, er vísa úr Skáld-Helga rímum, nokkur fugla-
nöfn og málsháttur: ‘þeim er ekkí þat til mozt er þannen lifa
sem wílía hallda síg med heídr ok goz. ok harma fra ser
skílía. | HRafn aurn hane maar þerna haukur stelkur spoe
ualur ok kraka. langleítt haufut quad gyllta sá kautt [j]
myr[i]’ (sjá Rímnasafn . . . ved Finnur Jónsson, Kbhvn 1905
—-’22, I. Bind, bls. 154, og Málsháttasafn, Finnur Jónsson setti
saman, Kaupmannahöfn 1920, bls. 100. Finnur hefur les-
ið: ‘sá kött spinna’, en það er rangt; ‘myr’ sést greinilega,
en það sem hér er sett í hornklofa, er ólæsilegt.). Þetta er
skrifað með sömu hendi og kaupmálabréf eitt sem gert var
að Myrká í Hörgárdal 1451 (ÁM Fasc. XIII 1, Isl. fornbréfa-
safn V, bls. 87—8); bréfið er ljósprentað í Early lcelandic
Manuscripts in Facsimile, vol. III. Ludvig Holm-Olsen, pró-
fessor í Bergen, sem þá bók gaf út, telur liklegast að bréf þetta
sé skrifað af sama manni og hönd I í skinnbókinni ÁM 81 a
fol. (sem ljósprentið er af), enda þótt stafsetning bréfsins og
skinnbókarinnar sé í sumum hlutum ólík (sjá síðastnefnt rit,
Introduction, bls. 15—16). Hann getur sér til að 81a sé skrif-
að á Möðruvöllum í Hörgárdal eða á Munkaþverá í Eyja-
firði, eða e. t. v. á Hólum í Hjaltadal. Hér má bæta því við,
að náskyldar hendur eru á eyfirzkum bréfum, og þó einkum
hörgdælskum, frá þriðja fjórðungi 15. aldar, en skrift Hóla-
manna hefur allt annan svip. Bréfið vitum við að var skrifað
á Myrká, en enginn veit hver hefur skrifað það. Ekki er ann-
að að sjá en stafsetning á línunum í 62 sé hin sama og á
bréfinu, en í þessum línum er að vísu ekki mikið efni til sam-
anburðar. Þó verður að ætla að ekki hafi mörg ár liðið á milli
að bréfið var skrifað og línurnar í 62. En hvar var 62 þegar
það gerðist?
Ég gat þess áður að eitt blað hefur verið skorið úr 62, en
þar sem þetta blað mun hafa verið autt, er ekki ólíklegt að
til þess hafi verið gripið til að skrifa á það bréf. Nú vill svo