Skírnir - 01.01.1963, Síða 109
Skírnir
ÍTr sögu skinnbóka
97
en við arfaskipti eftir hann hefur hún lent til Önnu systur
hans, en Páll dó barnlaus. Síðan hefur Magnús erft bókina
eftir móður sína, en Anna hefur lifað ári, eða tæpu ári, leng-
ur en Páll (sjá Alþingisbœkur I, bls. 57—8 og 78—81). Oddur
biskup hefur aldrei skilað leifum bókarinnar, og hafa þær
síðan verið í Skálholti, unz Árni Magnússon fékk þær, nema
fáein blöð sem væntanlega hafa flækzt þaðan og Ámi fékk
úr öðmm stað.
V
Eins og áður segir er hönd I í 62 einnig á nokkmm blöð-
um í Reykjarfjarðarbók, en aðrar hendur á þeirri bók em svo
skyldar hönd I í 62, að hér hlýtur að vera um sama skrifara-
skóla að ræða. Kristian Kálund getur þess, að svo virðist sem
tólf blaða kver hafi verið í Reykjarfjarðarbók (sjá formála
hans að Sturlunga sögu, bls. xxxv), og styður það enn að
þessar bækur hafi verið skrifaðar á sama stað. Gizkað hefur
verið á að Reykjarfjarðarbók hafi upphaflega verið um 180
blöð, en 62 hefur varla verið miklu minna handrit ef Ólafs
saga helga hefur einnig verið í því, og má þar af ráða að bæk-
ur þessar hafa ekki verið skrifaðar fyrir kotunga. Enginn
hörgull hefur verið þar á góðum skrifurum, ef það er rétt, að
fjórar hendur séu á Reykjarfjarðarbók. Því miður verður fer-
ill hennar ekki með vissu rakinn lengra aftur en til Gísla
sýslumanns í Reykjarfirði, Jónssonar eldra, Magnússonar
prúða, en líkur eru til að Gísli hafi erft bókina eftir föður
sinn, en honum hafi bróðir hans Rjöm sýslumaður Magnús-
son í Bæ á Rauðasandi (d. 1635) gefið hana kringum alda-
mótin 1600 (sjá Corpus codicum Islandicorum medii aevi
XVI, bls. 8).
Enn eru til nokkrar skinnbækur og leifar úr skinnbókum,
þar sem skrifarahendur minna mjög á aðalhöndina í 62.
Stefán Karlsson, magister, sem hefur athugað þetta rækilega,
tínir þessi handrit þar til: ÁM 651, I og II, 4t0, ÁM 658, I
og II, 4to og Jónsbókarhandritin ÁM 344 fol. og ÁM 48 8V0,
og telur hann ekki óhugsandi að þau séu öll skrifuð af sama
manni (Ed. Arn. Series A, vol. 7, bls. XXXVII). Höndin á 48
er mjög lík hendi I í 62, en stafsetning er dálítið frábmgðin;
7