Skírnir - 01.01.1963, Síða 114
102
Ölafur Halldórsson
Skírnir
fjarðarbók hafi borizt vestur á Barðaströnd með Ingveldi, dótt-
ur Akra-Kristínar og Helga lögmanns Guðnasonar, þeirri sem
Þorleifur Bjarnarson á Reykhólum (d. um 1486) jók átta
bömum i trássi við guð og menn. Sonarsonur þeirra Ingveldar
og Þorleifs var Þorleifur prestur Bjamarson að Stað á Reykja-
nesi (síðast á Reykhólum, d. um 1575, sjá Menn og menntir
II, bls. 417—20, og IV, bls. 513—14). En ef Reykjarfjarðar-
bók hefur lent til hans að erfðum, hefði hann verið manna
vísastur til að glutra henni í hendur þeirra stórbokkanna Egg-
erts Hannessonar eða Magnúsar prúða Jónssonar, langafa og
afa Gísla í Reykjarfirði. Um Eggert Hannesson er vitað, að
hann var bókamaður, og áreiðanlega hefur hann klófest fleiri
handrit en þau sem hann fékk að erfðum.
Eins og áður er getið, tel ég miklar líkur fyrir því að Brynj-
ólfur ríki hafi látið gera 764 og að hönd hans sjálfs sé á nokkr-
um blöðum i því handriti. Af efni þeirrar bókar er helzt að
ráða að hún hafi verið skrifuð í klaustri, og kemur Reyni-
staðarklaustur þá helzt til álita, en Brynjólfur var ráðsmaður
þess um tíma (nokkur ár milli 1370 og 1380). 1 764 em
smákaflar úr ÓlTr, en ekki eru þeir teknir eftir 62 eða hand-
riti skyldu því, heldur eru þeir komnir úr handriti sem Þor-
lákur Skúlason, Hólabiskup, átti í eina tíð, en siðar lenti hjá
Resen og brann með háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn
1728. Eftir þeim leiðum verður 62 því ekki tengt Brynjólfi
ríka. Menn þeir sem gripið hafa í að skrifa á eina blaðsíðu
í 62, hafa sennilega verið gestkomandi þar sem bókin var
skrifuð. Sá fyrri (hönd II) hefur skrifað fjarska líkt og Einar
Hafliðason, Hólaráðsmaður og prestur á Breiðabólstað i Vest-
urhópi (1307—1393), en ekki er þetta samt hans hönd. E.t.v.
hafa þessir kompánar báðir verið Hólamenn, smitaðir af norskri
rittízku sem þar var í hávegum höfð, en annars gefa rithendur
þeirra enga bendingu um hvar bókin hafi verið skrifuð. Um
það efni verður að hlíta leiðsögu Reykjarfjarðarbókar og skyld-
um höndum á öðrum handritum og bréfum, og benda allar
líkur til þess, að á ökrum eða í næsta nágrenni Akra hafi á
síðari hluta 14. aldar verið skrifaraskóli sem mjög greinilega
hefur sett mark sitt á hendur þeirra manna sem þar hafa