Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 119
Skírnir
Um veiðiskap og aflabrögð i Hornafirði
107
Sé um fjöruliggjanda að ræða, fer innan stundar að falla
að. Innfallið smáharðnar, það hækkar í við fjöruborðið, haf-
sjórinn þrýstist með vaxandi þunga inn um ósinn. Hin þunga,
breiða flóðalda úti fyrir leitar inn í gegnum ósþrengslin og
ýtir fast á eftir. Það er eins og hún espist við mótstöðuna,
og straumurinn fer stöðugt harðnandi.
Þegar straumur er mestur í Hornafjarðarósi, á útfalli og
aðfalli, nær hann að sögn um eða yfir 9 mílna hraða á klst.
Straumurinn í ósnum er skipum og bátum erfiður inn- og
útsiglingar nema á liggjanda, straumköstin viðsjál og stutt í
strand til beggja handa.
Fá eða engin skip höfðu fyrr meir vélarafl til að yfirvinna
þennan mikla straumþunga og þá hætta á, að straumurinn
bæri skip eða bát í strand á sker, kletta eða fjörur. Stórhætta
gat þá verið á ferðum, einkum í meira eða minna brimi,
stundum stórbrimi, sem allt gat molað og fært í kaf. Á síð-
ari árum hefur vélarafl skipa aukizt mikið, og síðan er frek-
ar hægt að bjóða straumnum byrginn. Kunnugir og vanir
fara þarna allra sinna ferða, eins og þeim hentar, þegar lítt
kunnugum og ókunnugum kann að sýnast ófært, og þeir
kunna á þvi öll skil, hvenær hið rétta tækifæri býðst og
hvernig ber að haga sér hverju sinni. Og þegar inn fyrir er
komið, er ekkert brim lengur að óttast og höfnin hin örugg-
asta fyrir báta og skip af hæfilegri stærð.
Þegar líða tekur á aðfallið, minnkar straumurinn í ósnum;
hann smástillist, er jafnvægi nálgast í hæð sjávarins úti fyrir
og innan við, og loks fellur allt í ljúfa löð á háflæðinni: eng-
inn straumur hvorki út né inn. Þá er kölluð liggjandi, flóð-
liggjandi, og þá er bezta tækifærið fyrir þá, sem sigla vilja
út eða inn um ósinn. Sé réttu færi sætt, komast þarna öll skip
af hæfilegri stærð leiðar sinnar, skorti ekki kunnugleik skip-
stjómarmanna.
Skammt innan við ósinn verður fyrir allstór eyja, Ósland,
með grynningum, hólmum og skerjum framan við. Straum-
urinn klofnar á þessari fyrirstöðu í tvo höfuðála. Rennur ann-
ar inn með Austurfjörunum, en hinn inn með Vesturfjör-
unum. Straumur er mjög harður í þessum álum alllangt inn