Skírnir - 01.01.1963, Síða 128
116
Stefán Guðnason
Skírair
berst fiskurinn með straumnum, einn og einn á stangli eða
nokkrir með stuttu millibili. Það er eins og fiskurinn fljóti
sofandi ... og að feigðarósi, því að nú liefir hann vakið á
sér athygli óvina sinna, sem ekki láta á sér standa.
Hér er sýnd veiði og oft gefin. Stund veiðimannsins er
runnin upp.
VeiSibrögð.
Svona utarlega með fjörunum kemur fiskurinn oft upp
örskammt frá landi, svo að ná má til hans úr landi með vænni
krækju. Tafnskjótt og veiðimaður kemur auga á fiskinn,
bregður hann við og veður út í, eins langt og þarf eða eins
og verjur hans leyfa. Ef veiðimenn standa ekki mjög dreift
og fleiri en einn sjá sama fiskinn samtimis, getur orðið kapp-
hlaup milli þeirra um að verða fyrri til að ná fiskinum.
Veiðimaður seilist nú til og færir í fiskinn, kippir snöggt að
sér og hleypur um leið aftur á bak upp á þurrt með fiskinn
á króknum. Þarf þetta allt að gerast með snöggum hætti og
fylgja vel eftir ífærslunni, svo að fiskurinn losi sig ekki af
króknum, fyrr en allt er komið upp á þurrt. Þannig geta
menn náð nokkrum fiskum úr landi.
Þeim fiski, sem þarna kemur upp fjær landi en svo, að til
hans náist úr flæðarmáli eða með því að vaða út í, verður
að ná af báti. Sama er að segja um fisk, sem kemur upp
innar í firðinum eða rekur lengra inn. Til hans næst ekki
úr landi, af því að aðalstraumurinn fjarlægist land, er innar
dregur og fjörðurinn breikkar.
Nú er farið í bát og setzt undir árar. Bezt er, að tveir séu
undir árum, og róa báðir tvíára. Snýr annar aftur og rær
með bakföllum, en hinn snýr fram og stingur á. Þriðji stend-
ur i stafni og mundar ífæru. Bátnum er snúið upp í straum-
inn og róið móti straumi. Sá ræðarinn, sem stingur á, ræður
stefnunni, hugar að fiskrekinu og leggur að fiskinum. Meðan
straumur er sem harðastur, gera tveir oft ekki betur en forða
því, að hreki, og þarf stundum hörkuróður til, jafnvel þótt
um vana ræðara sé að ræða. Sé ísrek, verður einnig að gæta