Skírnir - 01.01.1963, Page 133
SVEINN EINARSSON:
LEIKRITAVAL í REYKJAVÍK
UM ALDAMÓTIN.
Þó að ekki væri um að ræða eiginlegan leikhúsrekstur í
Reykjavík fyrir 1890, var þó starfsemi ýmissa leikflokka með
þeim hætti og svo umfangsmikil, að varla er hægt að komast
hjá því að tala um leikritaval. 1 því sambandi er vert að hafa
í huga eftirfarandi, áður en lengra er haldið: f fyrsta lagi
hafði barátta Sigurðar Guðmundssonar málara fyrir þjóðlegri
leiklist á árunum frá því um miðja öldina og fram að láti hans
1874 orðið þess valdandi, að sú skoðun var nú orðin almenn
og þótti sjálfsögð, að leika skyldi fyrir fslendinga á íslenzku.
Áður hafði það þótt öllu finna að hregða fyrir sig dönsku
tungutaki á leiksviðinu. Dönsk leikrit voru þó áfram í mikl-
um meirihluta — og það sjálfsagt stórum meira en Sigurð
hefur grunað, allt eftir því sem leiksýningum fjölgaði í hinni
danskmenguðu höfuðborg. Hins vegar var það þó ugglaust að
hans skoðun ávinningur, að þessir leikir voru þó leiknir á ís-
lenzku. Og kannski létu þá þjóðemissinnarnir sig minna
skipta, hvaðan leikirnir voru ættaðir, ef þeir á annað borð
voru komnir á íslenzka tungu. Auðvitað var greiðust leiðin
að kynnast dönskum leikritum og komast yfir þau; Kaup-
mannahöfn var þrátt fyrir allt gluggi íslands að umheiminum.
Annað höfuðmarkmið Sigurðar málara og félaga hans í Leik-
félagi andans, að glæða og örva íslenzka leikritun, hafði að
vísu ekki borið þann árangur, sem sérstaklega færi mikið fyrir;
hins vegar hafði þeim fáu bitastæðu íslenzku leikjum, sem
fram höfðu komið á þessum árum, verið tekið tveim höndum
af áhugaleikurum, sem hikuðu ekki við að taka þá til sýning-
ar aftur og aftur. Undirtektir áhorfenda höfðu líka sannað,
að almenningur kunni að meta, þegar menn lögðu sig fram við
„að leika sitt eigið þjóðlíf“, eins og séra Matthías orðaði það.