Skírnir - 01.01.1963, Page 136
124
Sveinn Einarsson
Skirnir
ið leikin „Nýársnóttin“ efir Indriða Einarsson, svo og „Dalby
Præstegaard“ eftir A. Hansen og „Victor“, leikur, er ég kann
ekki nein frekari skil á. Satt að segja verður manni næstum
bilt við, þegar svo skyndilega er breytt til um verkefnaval.
Það er Indriði Einarsson, sem stóð á bak við bæði val og þýð-
ingu Víkinganna, og hann stjórnaði einnig sýningunni. Ástæð-
unum lýsir hann svo í endurminningum sínum (Sjeð og lifað,
bls. 147): „Jeg sá „Víkingana á Hálogalandi“ eftir Ibsen og
táraðist í 3 kvöld yfir Hjördísi hennar frú Nyrop, og það varð
til þess að jeg þýddi það og fjekk það leikið í Reykjavik."
Indriði gefur með öðrum orðum í skyn, að sýning, sem hann
hafði séð í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn 17 ár-
um áður, hafi blásið honum þessu í brjóst. Vel má það vera,
en var ekki annað að gerast hér samtímis: var ekki Indriði
hér að greiða skuldina við Sigurð málara vin sinn? Var hér
ekki allt, sem „málaragreyið“ hafði skírskotað til: rómantísk-
ar söguhetjurnar með norrænan anda; Ibsen hafði ausið hér
úr brunni fornbókmennta okkar á þann hátt, sem Sigurð
hafði dreymt um að landar hans, sem hann áleit hæfari til
starfans, tækju sér fyrir hendur. Manni verður ekki eins bilt
við, þegar þetta er hugleitt, var ekki hér um að ræða eins
konar röklega framvindu?
En hvernig tóku nú blöðin og áhorfendur þessum viðburði?
Isafold fór miklu fleiri orðum um þessa sýningu en blaðið átti
vanda til og sýndi meira að segja áhuga, þegar er vitnaðist,
hvað til stæði. Mánuði fyrir frumsýningu eða 27,jan., þegar
blaðið er að fjalla um leiki Overskous og Carls Möllers (og
þykir ekki mikið til þeirra koma, kallar Möllersleikinn bein-
línis nauðaómerkilegan), bætir ritstjórinn (eða gagnrýnand-
inn, í flestum tilfellum var það sami maðurinn) við: „Fjelag-
ið er nú tekið til að búa sig undir að leika „Hermennina“
(Hærmændene paa Helgeland) eptir Henrik Ibsen. Er það
stórum merkilegri leikur en hinir, og allmikið í fang færzt
að leggja út í hann. En vera má, að íslenzkum leikendum
láti sá leikur öllu betur en hinir dönsku, sakir skyldara þjóð-
ernis og alvarlegra efnis.“ Hinn 2. marz tekur blaðið upp
þráðinn: „Tvö kvöld er nú búið að leika hjer „Víkingana á