Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 141
Skirnir
Leikritaval í Reykjavík um aldamótin
129
gestaleikur Dananna hafi haft sín áhrif, vakið það, sem vekja
þurfti, bent á þroskabrautina. Og í hvers konar verkefnum
var öruggust fótfestan, leiðsögn og fordæmi, ef ekki i þvi sama
og Danirnir höfðu sýnt? Það er varla fráleitt að álykta sem
svo, að leikstarfsemin í Goodtemplarahúsinu hafi tekið sér
fleira til fyrirmyndar hjá dönsku gestaleikurunum en verk-
efnavalið. Hví ekki leikmátann? Og einhver áhrif mun þetta
tvennt hafa haft á smekk áhorfenda.
Ekki er mikið kunnugt, hvað aðrir leikflokkar og félög völdu
sér til flutnings á sviði á þessum tíma, en sjálfsagt hefur það
dregið dám af því, sem hin „leikhúsin“ völdu sér, þó að flutn-
ingurinn væri ekki sambærilegur. Hvað snertir þróun þessara
mála, virðist það val ekki skipta höfuðmáli. Sýningar skóla-
pilta og stúdenta vöktu hins vegar alltaf nokkra athygli, ekki
sízt fyrir bókmenntalegt leikritaval. Af blöðunum á þessum
tíma má sjá, að 1892—3 léku nemendur Hrekkjabrögð Scap-
ins eftir Moliére, Stundarhefð Pernillu eftir Holberg, árið
eftir stúdentakómedíu Hostrups, Andbýlingana o. s. frv. Leik-
dómarar blaðanna taka að vísu skýrt fram, að hér sé ekki um
leiklist að ræða, heldur aðra tegund af sviðsskemmtun. En
þegar hinum leikflokkunum mistókst illilega, áttu þeir á hættu,
að blöðin tækju upp á því að bera sýningamar saman við
sýningar skólapilta og taka jafnvel hinar síðari fram yfir
eins og Isafold gerir 4. janúar 1896.
Leikfélag Reykjavíkur var í byrjun eins konar samsteypa.
Það er líka auðvelt að þekkja aftur viðfangsefni fyrsta leikárs-
ins, sum úr Breiðfjörðsleikhúsi, önnur úr Goodtemplarahúsinu.
Hjartsláttur Emilíu eftir Heiberg og Aprílsnarrar sama höf-
undar voru svo sem engin nýlunda fyrir áhorfendur, né held-
ur Ærsladrós Delignys eða Ferðaævintýri Arnesens, Ævintýri
í Rósenborgargarði eftir Heiberg, smáleikir eftir D. Hansen
og Carl Möller, þetta var allt á sömu bókina lært og sumt
gamlir kunningjar úr Goodtemplarahúsinu. tJr Fjalakettinum
kom Frænka Charleys og svo náttúrlega Ævintýrið, sem reynd-
ar hafði komið við í báðum gömlu húsunum. I þessu föm-
neyti er reyndar leikur eftir íslenzkan höfund, Vilhelm Knud-
sen. Sá leikur hét Hjartsláttur Emils og var víst eins konar
9