Skírnir - 01.01.1963, Side 147
Skírnir
Leikritaval í Reykjavík um aldamótin
135
nú, með allri skinhelgi þess og siðferðisvandlætingu, er ná-
skylt á við heimatrúboðið þar. Leikurinn er því hádanskur
í húð og hár, en samrýmist síður íslenzkum hugsunarhætti.
1 þessu liggur það ef til vill, að sum hlutverk leikendanna
eru ekki svo vel af hendi leyst sem æskilegt væri...“ (15. nóv.
1901) Og þá er Skírnin enn síður að smekk Hannesar: „Leikur
þessi á að vera fyndinn gamanleikur og fellur sjálfsagt Dönum
vel í geð.“ Leikdómaranum finnst hins vegar fyndnin dauf
og athæfi leikenda afkáralegt, og „verður því einskonar leiðin-
legur skrípaleikur úr öllu saman, laus við alla fegurð, öll
skáldleg tilþrif . . .“ (Þjóðólfur 21. fehr. 1902). Síðan fylgja
nokkur viðvörunarorð út af leikritavali.
En það voru að sjálfsögðu þýzku leikritin tvö, sem leik-
dómarar fögnuðu. Hinn lýðræðislegi, að ekki sé sagt sósíalist-
iski, boðskapur Fulda-leikritsins féll flestum gagnrýnendum
vel í geð, og sýningar urðu ekki færri en 8, en það var óneit-
anlega sigur fyrir aðstandendur. Heimili Sudermanns varð og
vinsælt hér sem annars staðar; var það iðulega tekið til sýn-
ingar hér að nýju næstu árin. Jón Ólafsson (Reykjavík 12.
apríl 1902) segir, að Heimilið sé „ . . . fallegur leikur, æði
viðkvæmnismikill og pressar út tárin á Reykvíkingum, eink-
um kvennfólkinu“.
Veturinn 1902—3 kemur svo Jens R. Waage fram á sjón-
arsviðið sem leiðbeinandi, og nú verður enn Ijósara en áður,
að leikritavalið hefur breytt um svip. Þá eru sýningar á leik
eftir Edgar Höyer, Hugur ræður (Dristigt vovet), Hneyksl-
inu (En Skandale) eftir Otto Benzon, Skipið sekkur eftir Ind-
riða Einarsson (sem er leiðbeinandi sjálfur í það skiptið eins
og endranær, þegar leikrit hans voru flutt), svo og Víking-
unum á Hálogalandi eftir Henrik Ibsen. Víst hefur valið
breytt um svip, söngleikirnir og smælkið er horfið í bili að
minnsta kosti, en hið „nýja“ er jafndanskt og hitt, þótt ann-
ars konar sé. Dönsku áhrifin eru enn greinileg.
Mestur viðburður á leikárinu var ótvírætt leikrit Indriða,
naut og mestrar hylli áhorfenda. Þetta er í raun réttri fyrsta
íslenzka leikritið, sem félagið tekur sér fyrir hendur að sýna
(ef frá er talinn eintalsþáttur Vilhelms Knudsens), og blöðin