Skírnir - 01.01.1963, Qupperneq 151
Skírnir
Leikritaval i Reykjavík um aldamótin
139
því, að nú séu gerðar meiri kröfur en þá. En, segir leikdóm-
arinn enn fremur: „... þótt leikmennt hafi farið mikið fram
hér næstl. 10 ár, þá er leikkröptum þeim, sem vér höfum nú
yfir að ráða, enn ofvaxið að sýna þetta Ibsens-leikrit þannig,
að nokkur nautn geti verið að horfa á það. Til þess þarf ekki
að eins leikur hvers einasta leikanda að vera frábærlega góð-
ur, heldur verður einnig útbúnaður allur á leiksviðinu, bún-
ingar og leiktjöld að vera ágætt, því að leikurinn útheimtir
þetta allt í fyllsta mæli, til þess að „gera lukku“ eins og kall-
að er.“ En leikdómarinn er reyndar einnig þeirrar skoðunar,
að Ibsen hafi ekki verið sínum vanda vaxinn, „líklega sakir
ónógrar þekkingar á fornsögum vorum og lyndiseinkunnum
fomhetjanna“. Önnur blöð eru jákvæðari, en Isafold neyðist
þó til að vera sammála Þjóðólfi um, að: „Mikið virðist vanta
á, að leikfjelaginu hafi tekizt að sýna þennan leik svo vel sem
slíku ritverki sje samboðið, enda er það varla von, því hann
er annars eðlis en leikar þeir, er það hefur haft með höndum
að undanförnu, og oft tekizt vel að sýna.“ (15. apr.)
Þjóðólfur (28. nóvemher 1902) viðhefur þau orð um leik-
rit Höyers, að hann sé fremur tilkomulítill að efni „eins og
flestir danskir gamanleikir eru ...“ Hins vegar eru bæði
Reykjavík (17. janúar 1903) og Þjóðólfur (9. janúar) stómm
ánægðari með Hneyksli Benzons og þykir það skemmtileg
ádeila á hégómaskap og einstrengingshátt manna. Sýningunni
í heild er lika hrósað.
Það, sem hér hefur verið rakið, sýnir, hvert stefnir. Róman-
tísku verkefnin með umsvifamiklum ákafaleik em leikendum
ofviða, en í samtimalýsingum af lífinu hvunndags í Kaup-
mannahöfn em þeir betur heima. Og íslenzki fulltrúinn á
verkefnaskránni er, eins og áður getur, ekki af því tagi, sem
Sigurð Guðmundsson hafði dreymt um; lærisveinn hans,
Indriði Einarsson, hefur beygt sig fyrir kröfum tímans um að
kryfja til mergjar á sviðinu vandamál samtímans í raunsæi-
legu formi.
I rauninni eru það aðeins hin ytri merki þróunarinnar, sem
við höfum getað fylgt. Ljóst ætti að vera orðið, hversu mjög
leikdómararnir láta sig skipta verkefnavalið og hve ótamt