Skírnir - 01.01.1963, Side 157
Skirnir
Leikritaval í Reykjavik um aldamótin
145
band við dönsk leikhús. Árni Eiríksson og Stefanía Guð-
mundsdóttir dvöldust þá í nokkra mánuði í höfuðstað Dan-
merkur einmitt í þessu skyni. Dvöl þeirra hefur áhrif á leik-
ritaval veturinn 1904—5. Túlkun Olafs Poulsens á Jeppa á
Fjalli hvetur Árna til að glíma við sama hlutverk; ekki er
heldur ósennilegt, að þau hafi kynnzt P. A. Rosenberg, höf-
undi leiksins Hjálpin, auk þess sem þau hafa ugglaust séð
sýningu Konunglega leikhússins á leiknum. 1 íslenzku leik-
dómunum er þess getið, að faðir Rosenbergs sé eða hafi verið
mikill Islandsvinur. Enn fremur má geta þess, að Stefanía
Guðmundsdóttir hafði æft hlutverk Nóru í Brúðuheimili Ib-
sens undir leiðsögn kennara síns í Kaupmannahöfn, Karls
Jerndorffs, og ugglaust hefur það haft áhrif á valið. Sýning-
arnar voru hafðar í ágústmánuði og ekki á hinu venjulega
leikári, og kann það að skýra, hversu fáar þær urðu.
Fleiri leiki næstu ára mætti og nefna í þessari upptalningu,
t. d. Gildruna, sviðsbúning skáldsögu Zolas, L’Assommoir,
sem fyrr var nefndur, leik um Sherlock Holmes eftir William
Gillette, Walter Christmas (Eufemía Waage segir lítillega frá
þessu í Leikskrá L.R. 1944—5); ekki sízt dettur manni í hug,
að Stefanía Guðmundsdóttir hafi heillazt af Kamelíufrúnni í
Kaupmannahöfn, en þar mun hún hafa haft tækifæri til að
sjá bæði Johanne Dybwad og önnu Larsen leika þetta hlut-
verk.
Tveimur árum síðar var röðin komin að Guðrúnu Indriða-
dóttur, og varla hefur hún látið sér ótíðfarnara í leikhúsin en
hin. Ekki er því að leyna, að oftlega er erfitt að skera úr um,
hvort hægt er að tala um bein eða óbein dönsk áhrif á leik-
ritavalið. Vissulega mætti vænta þess, að endurminningar eða
bréfasöfn yrðu til mikils gagns til að fylla í myndina. Urðu
til dæmis sýningar norsku leikritanna í Kaupmannahöfn um
aldamótin til þess að ýta undir sýningar þeirra í Reykjavík?
Hitt vegur á móti, að Ibsen og Björnson voru engan veginn
óþekktir höfundar á Islandi og höfðu verið lesnir í allt að
aldarfjórðungi af áhugamönnum um bókmenntir, áður en
jarðvegurinn var nægilega plægður fyrir sviðsins menn. Og
hversu mikið er t. d. upp úr því leggjandi, að leikurinn Ástir
10