Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 177
Skírnir
Skjöldungasaga
165
Danicarum fragmenta ársetur hann 1596. Er þar í löngum köflum stuðzt
við rit, sem hlýtur að hafa verið Skjöldungasaga. Sá er galli á, að mikil
eyða hefur verið í handritinu, verður Arngrimur þá að taka þar efni úr
öðrum heimildum, og nærri sögulokum eru önnur rit fyllri en Skjöld-
ungasaga, og er þá eðlilegt, að hann leiti að einhverju til þeirra.
Um Skjöldungasögu og sagnir af Skjöldungum hafa ógrynnin öll ver-
ið rituð, eins og vænta má, og fæ ég ekki betur séð en rit doktorsefnis
sýni, að hann hafi öðlazt víðtæka þekkingu á því og notfæri sér það, svo
langt sem verkefni hans gefur tilefni til. Um Skjöldungasögu sjálfa eru
vitanlega tvö rit langmerkust, útgáfa Axels Olriks af Rerum Danicarum
fragmenta í Aarhoger for nordisk oldkyndighed og historie 1894 ásamt
með rannsókn —- frá hendi sama fræðimanns eru, eins og kunnugt er,
mörg önnur rit og merkileg um danska fornkonunga og sagnir og kvæði
af þeim, og fléttast margt af því inn í rannsóknir sögunnar. Annað rit,
sem markar verulega áfanga í rannsóknum sögunnar, er útgáfa dr. Jakobs
Benediktssonar af ritum Arngrims, Bihliotheca Arnamagnæana, IX—XII.
bindi (1950—57), en í siðasta bindinu er vandleg rannsókn á verki Am-
grims og heimildum hans.
Vandamál mikið birtist þegar í stað hverjum þeim, sem lítur á texta
Arngríms: er það nákvæm þýðing eða er það stytting? Þriðji kosturinn,
að Arngrímur hafi aukið og lengt, kemur aðeins til greina aftast í Skjöld-
ungasögu, og get ég því leitt það hjá mér. Algeng hefur verið sú skoðun,
að þýðing Arngríms sé stytting, miðað við texta þann, sem hann studdist
við. Þessi skoðun, má kalla, að hafi verið drottnandi. Móti henni ris dokt-
orsefni öndvert, hann heldur því fram, að hér sé að ræða um þýðingu,
þar sem litt gæti styttinga nema þá helzt nafna og slíks, sem litlu máli
skipti. Það verður ekki verk mitt í dag að fjölyrða um þetta í einstökum
atriðum, um það mun annar andmælandi ræða meira. Minnist ég því
aðeins á örfá atriði. Doktorsefni bendir fyrst og fremst á, að Niels Krag,
hinn danski sagnfræðingur, sem Arngrimur skrifar fyrir, hafi viljað sem
allra rækilegastar frásagnir, og er þesslegt, að Amgrímur hafi viljað verða
við því. Þá ber doktorsefni saman ritkorn, sem nefnt er „Upphaf allra
frásagna“ (oft kallað í styttingarskyni ,,Upphaf“), við texta Arngríms.
Hann telur, og það virðist mjög liklegt, að í byrjun Upphafs sé bland-
aður, aukinn texti, en þegar af því sleppir, sé texti Arngríms auðsjáanlega
ekki annað en nákvæm þýðing á sama textanum sem er í Upphafi. Nú er
það gömul kenning, sem Olrik hélt fram, að af Skjöldungasögu hafi ver-
ið til tvær gerðir, hin eldri fyllri, hin yngri ágripskenndari, og mætti þá
hugsa sér Upphaf fara eftir yngri, ágripskenndari gerðinni. En þá bend-
ir doktorsefni á, að ef athugaðir em kaflar í ritum Snorra, þeir sem ætlað
er, að nærri fari Skjöldungasögu, er texti Amgríms engu líkari en lítt
styttri þýðingu þeirra. Þetta verður upphaf að þeirri skoðun, að ef til hafi
verið tvær gerðir Skjöldungasögu, þá hafi einmitt styttri gerðin verið
eldri. Þetta sjónarmið ver doktorsefni siðan af mikilli rökvísi. Það er bein-