Skírnir - 01.01.1963, Side 179
Skirnir
Skjöldungasaga
167
ið að segja einfaldlega: ekki eldri en frá miðri 12. öld. Til nánari tima-
setningar skipta vitanlega miklu máli tengslin milli klausu í Ólafs sögu
Tryggvasonar hinni mestu í Flateyjarbók og Skjöldungasögu, sem Bjarni
Aðalbjamarson hefur fjallað um (Om de norske kongers sagaer 106, sbr.
B.G. 125, 144). Á báðum stöðum er Fróðafriður tengdur saman við frið
á dögum Ágústusar keisara, og er talið líklegt, að höfundur Skjöldunga-
sögu hafi fyrstur fundið upp á þvi. Sé þetta svo, hefði doktorsefni ótt að
rannsaka vandlega, hvort klausan í Flateyjarbók sé komin úr Ólafs sögu
Gunnlaugs munks eða ekki. Sé hún úr henni, eru fengnar sterkar líkur
fyrir, að Skjöldungasaga sé eldri en bók Gunnlaugs, og það snertir aftur
kafla siðar í bókinni, um Þingeyraskólann. Að visu tel ég allt benda á,
að í öðrum landshlutum en á Þingeyrum hafi ritun sagna átt sér stað
um líkt leyti og Jieir Oddur og Gunnlaugur skrifuðu sinar bækur. Um
Hryggjarstykki er ekki vitað, hvar skrifað er, né heldur um Ólafs sögu
helga hina elztu; Þorgils saga og Hafliða getur verið frá síðustu ératug-
um 12. aldar, líklega breiðfirzk, mál Morkinskinnu er Jtesslegt, að Jtar sé
á köflum farið eftir rituðum heimildum frá 12. öld, og Orkneyingasögu
og Skjöldungasögu tel ég enn sem fyrr eðlilegast að tengja við Oddaverja.
Og mér hættir til að líta á latinusögumar, sem Oddur og Gunnlaugur
skrifuðu, sem eins konar krók frá þeirri stefnu, sem islenzk sagnaritun
hafði tekið í heild sinni. En hvað sem öðru líður, er afstaða Skjöldunga-
sögu til Gunnlaugs mikilvæg.
1 sambandi við lýsingu Skjöldungasögu á Fróðafrið skal ég geta Jiess,
að sjálf hugmyndin um frið á dögum Ágústusar keisara, vanalega þannig,
að tiltekið er, að það standi i sambandi við hérvist frelsarans, kemur ekki
aðeins fram í Klemenz sögu, heldur og í ritkominu Heimsaldrar, i Maríu-
sögu og síðast, en ekki sízt i jólaprédikun í Stokkhólms hómilíubók. 1 síð-
astnefndri heimild segir svo: „Á tíð Augústus urðu margar jarteinir, þær
er sýndu, at Kristr var borinn í ríki hans ... 1 ríki Augustus spratt upp
viðsmjörs bruðr frá morni til aptans, sá er merkþi, at í hans ríki mondi
borinn verða sá er es bruðr miskunnar ok viðsmjpr allrar sælu. ... I hans
ríki gerðisk svá mikill friðr of allan heim, svát engi maðr bar hervápn
... 1 riki Augustus gerðisk landskjálfti mikill, sá er merkþi, at í hans riki
mondi verða borinn sá er hrœra mætti af sínum krapti allar hpfuðskepnur
á dómsdegi . . .“ Auðvitað er þetta sótt í guðspjöllin, þar var við fæðingu
Krists bæði getið Ágústusar keisara og friðar meðal manna, en myrkurs
og landskjálfta við dauða hans. Rétt er að gera sér ljóst, að hér er að
ræða um alkunn og alþýðleg rit, ekki lærð rit, alveg eins og frásögnin
af Konstantíusi, sem kann að hafa haft áhrif á Vöggssögnina í Skjöld-
ungasögu, er úr alþýðlegu og alkunnu, ekki lærðu riti, Díalógum Gre-
goríusar.
Síðar í bókinni er rætt um tengsl Skjöldungasögu við önnur rit, en
varla svo, að aldur megi af marka. Vonandi er, að gild aldursrök, fram
yfir mörkin 1150—1220, eigi eftir að finnast. Tengsl þau við áðumefnd