Skírnir - 01.01.1963, Qupperneq 185
Skirnir
Skjöldungasaga
173
segja, þat er hann drýgði í nnjrgu lagi, er stórmerkjum sœtti, meðan
hann var yfir landi, ok má ekki of þat rœða, eptir því sem var, at eigi
eru svá vitni umb, þau (jll er tcekileg eru.“ 1 formála Heimskringlu ræð-
ir Snorri um sagnfræðikönnun um liðna tíma, hversu elztu rit, þeirra
sem nærri stóðu atburðum, og kvæði samtíðarskálda um konunga séu
traustastar heimildir. Sjónarmið hans er líkt og Ara. Þá fjallar hann um
fræðiljóð um löngu liðna tíma, svo sem Ynglingatal og Háleygjatal, með
meiri gætni, en þó nokkru trausti. Loks minnist hann á Langfeðgatal
„þar er konungar eða aðrir stórættaðir menn hafa rakit kyn sitt“, og er
auðsætt, að hér er vissa hans alls ekki eins ótvíræð. Ef litið er á Skjöld-
ungasögu, er augljóst, að þar er ekki um hinar ströngustu vísindakröfur
um sannindi að ræða; aðalheimildin er Langfeðgatal, sem höfundur virð-
ist treysta án frekari umþenkinga. Þá styðst hann að einhverju leyti við
kvæði, sem enginn vissi, hve gömul væru, og loks hefur hann farið að
verulegu leyti eftir vitnislausum sögum. Hann er þvi á allt annarri slóð
en Ari og Snorri reyna að vera, og að þessu leyti má segja, að höfundur
Skjöldungasögu láti gamminn geisa, eins og ég komst að orði forðum.
Doktorsefni greinir sundur visindastefnu, sem mætti hafa um Ara og
Snorra, og skynsemisstefnu, sem hann hefur hvað eftir annað um Skjöld-
ungasögu. Með orðinu skynsemisstefnu á hann m. a. við, að höfundur
bægi frá yfimáttúrlegu efni úr sögnum, en væntanlega lika að hann lagi
sagnirnar eftir kröfum skynseminnar yfirleitt. Þetta gerir Snorri' vitan-
lega líka stundum, ekki sízt ef hann þrýtur visindalegar heimildir, en
hann leitast við að treysta allar frásagnir sem mest með vísindalegum
heimildum. — Skynsemisstefnu Skjöldungasögu hefur doktorsefni túlkað
mjög vel, að því er mér virðist, og kemur hún vitanlega í bága við hug-
myndir margra fyrri fræðimanna um söguna, t. d. hafði ég hugsað mér,
að í sögunni hefði í öndverðu verið allmikið yfirnáttúrlegt efni. Auðvitað
getur maður spurt sjálfan sig, hvort skynsemismaðurinn Arngrimur eigi
alls engan þátt í þessu, en í heild sinni, held ég, doktorsefni hljóti að hafa
rétt fyrir sér að miklu leyti, og er þá í því fólginn verulegur ávinningur
í leitinni að skilningi á sögunni og anda hennar.
Doktorsefni sýnir, að höfundur Skjöldungasögu hefur haft mikið yndi
af fornfræðilegum efnum, eða „menningarsögulegum athugunum". Helzt
get ég þar jafnað til Eyrbyggjasögu, svo mikið virðist hafa verið af þessu
í bókinni.
Doktorsefni ræðir um það, að Skjöldungasaga sé ofin tveim strengj-
um: innlendum arfsögnum og erlendum eða innlendum lærdómi. Er það
óefað rétt. En ég tel rétt að taka fram, að frá mínu sjónarmiði er hið
útlenda efni og hinn útlendi lærdómur ekki það, sem setur svip á verkið.
Ég hef þegar minnzt á orðaskýringar og á nafnhetjur, fulltrúa ætta eða
staða. Aðeins lítið af því ber merki útlends miðaldalærdóms. Sama verð-
ur uppi á teningnum, þegar efni er athugað; höfundur Skjjöldungasögu
hefur aðhyllzt hina alþekktu kenningu af komu ása frá Austurlöndum,