Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 17
SKÍRNIR
HALLDÓR HALLDÓRSSON
11
þetta er undirtitill bókarinnar Alþýðlegur fróðleikur um íslenzk
orð og orðtök.
Sér á parti er ritið Old Icelandic heiti m Modern Icelandic
(1975). Það var 3. ritið í ritröð Rannsóknastofnunar í norrænum
málvísindum, sem síðar varð Málvísindastofnun Háskólans. Þetta
rit kom til af því að Halldór var að undirbúa námskeið um sögu
orðaforðans og langaði til að kanna örlög þeirra orða sem Snorri
Sturluson kallaði heiti og voru að miklu leyti eingöngu notuð í
fornu skáldskaparmáli. Halldór sýnir að mörg þeirra lifa í hvers-
dagslegum orðum, ekki síst í samsetningum, jafnvel nýyrðum, á
vorum dögum (auðjöfur, byltingaseggur, láréttur, milljónamær-
ingur, sefasýki o.s.frv.).
Nokkrar ritgerðir Halldórs fjalla um tökuorð og aðlögun
þeirra. Ekki eru síst forvitnilegar ritgerðir hans um fornsaxnesk
áhrif á íslenskan orðaforða, „Synd - an Old-Saxon loan-word“
(1968) og „Some Old Saxon Loanwords in Old Icelandic Poetry
and their Cultural Background“ (1969). Einnig má nefna „Rabb
um upptök kristins orðaforða í íslenzku“, opinberan fyrirlestur
sem Halldór flutti í Háskólanum á Akureyri 1988 og birtist í ár-
bók skólans 1987-1992. Halldór hélt því fram og studdi það góð-
um rökum að meira sé um fornsaxnesk áhrif á íslenskan orða-
forða á miðöldum en talið hefir verið.
Enn mætti nefna ritgerðir um íslenska beygingar- og orð-
myndunarfræði, efni sem Halldór var gjörkunnugur.
III
Halldór Halldórsson lagði meira af mörkum til máluppeldis
þjóðarinnar en flestir menn aðrir, bæði með kennslu sinni,
kennslubókum, alþýðlegri fræðslu í ræðu og riti, málræktarstörf-
um og rannsóknum. Hann gat státað af því að hafa kennt á öllum
stigum skólakerfisins, frá barnaskóla upp í háskóla. Að loknu
stúdentsprófi kenndi hann einn vetur (1932-1933) í Barnaskóla
Akureyrar í stað Þorsteins M. Jónssonar, og árið eftir (1933-
1934) var hann stundakennari í Samvinnuskólanum í Reykjavík
samhliða háskólanámi, síðan tvo vetur (1934-1936) í Menntaskól-
anum á Akureyri.