Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 209
SKÍRNIR
ENN ER RÝNT1 GULLNAR TÖFLUR
203
framtíðinni verður allt misræmi jafnað út (167). Svo virðist sem engir
jötnar séu eftir og önnur kynslóð guða snúi nú bökum saman: fórnar-
lambið (Baldur), banamaðurinn (Höður) og hefndaraðilinn (Váli) eru nú
í fullkominni sátt ásamt þremur öðrum hefndaraðilum (Viðari, Móða og
Magna).20 Korn vex ósáð, grasið er grænt og sólin skín. Hér er engin
hefnd, ekkert stigveldi og engar fæðardeilur. Ennfremur eru engir kven-
kyns guðir nefndir á nafn, eins og Lindow bendir á. Einu kvenkynsver-
urnar virðast vera dóttir sólarinnar (Vafþrúðnismál, 47. er.), hin
mennska Líf (í fylgd með Lífþrasi í Vafþrúðnismálum, 45. er.) og hugs-
anlega hinar „þriár ... þióðar meyiar Mögþrasis" sem „með iötnum alaz“
(og kynnu hugsanlega að vera örlaganornirnar, Vafþrúðnismál, 49. er.),21
þó að textinn gefi í skyn að allt sem eftir er séu þeirra „hamingior". Með
vísun í kenningar Clunies Ross bendir Lindow á að þetta virðist marka
endanlegan sigur karllegra gilda á þeim kvenlegu:
Þegar eftir ragnarök virðast konur vera aðgengilegar ásum í þeim til-
gangi að þeir auki kyn sitt, án þess þó að þær gegni einhverju sjáan-
legu félagslegu hlutverki. Engin Hildur er til staðar til að leiða kon-
unga út í hernað og fá menn til að berjast að eilífu. Þannig er hin
ímyndaða paradís nýja heimsins (172).
Ekki er ljóst hvaða konur eru aðgengilegar ásum, en það hefur ekki
áhrif á meginröksemdafærsluna. Eina neikvæða aflið (tengt klettum og
fjöllum) er Níðhöggur, en í huga Lindows stafar engin raunveruleg
hætta af þessum dreka. Ef eitthvað er telst hann andstæðingur „ins ríka“
sem cr heldur ekki alveg inni í myndinni (173-174).
Eins og Clunies Ross dregur Lindow í efa mikilvægi kristinna áhrifa
á frásögnina um Baldur. Hann fellst reyndar á að þar megi greina viss
tengsl við heimsslitafræði og að reglulega sé vísað í ragnarök (með
áherslum á vatn og eld, og birtingu orma og úlfa), en telur hins vegar að
á þrettándu öld hafi sagan fyrst og fremst verið talin sýna þann dilk sem
20 Það skal viðurkennt að endurkoma Hænis í 63. er. veldur ákveðnum vand-
ræðum varðandi þessa niðurstöðu (sbr. 167-168). Á hinn bóginn bendir Mc-
Kinnell (1994:121) á að í Völuspá snúi þeir aftur sem hafa dvalið „utan við“
veröldina meðan ragnarök áttu sér stað. Hæni var skipt fyrir Njörð í gísla-
skiptunum eftir stríð ása og vana (Gylfaginning, og Ynglinga saga 4. kafli), og
eins og kemur fram í Vafþrúðnismálum, 39. er., varðandi Njörð; „í aldar
rok/hann mun aptr koma/heim með vísom vönum“. Af því dregur maður þá
ályktun að þegar hann snéri aftur frá Vanaheimi (hvar sem hann er) hafi Hæn-
ir komið aftur til Ásgarðs.
21 Hér er einhver ruglingur: Lindow talar um 47.-48. erindi en vísar í 48.-49. er-
indi.