Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 226
220
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
Uber den Prozess der Zivilisation. Soziogenetische und psychogenetische
Untersuchungen, 2 bindi, Basel, 1939). Andstaða klerka við ruddaskap
hermanna ól af sér kröfu um tiltekna hegðun og hirðsiði, sem voru kall-
aðir „kurteisi". Kirkjan reyndi að vinna bug á ofbeldi gegn konum og
klerkar í dómskólum skrifuðu um andlega ást og vináttu. Úr þessu sköp-
uðu hirðsiðameistarar hegðunarreglur sem kenndar voru við hæversku.
Klæðnaður, borðsiðir og orðafar hirðmanna vakti andúð klerka sem
þróuðu hugmyndir um mannasiði og sjálfsaga.
Athyglisvert er að máta Island við hugmyndir Jaegers. Hér hafði
orðið röskun í samfélaginu í kjölfar þess að ríki komu í stað goðorða.
Höfðingi í ríki gat ekki lengur hegðað sér eins og harðskeyttur smágoði í
stöðugri samkeppni um völd. Hann þurfti að leita sér nýrra fyrirmynda
og þá var nærtækt að líta til hirðfursta í nágrannaríkjum. Af þeim numu
menn einnig að andstaða við kirkjuna borgaði sig ekki þegar til lengri
tíma var litið, þvert á móti gátu höfðingjar sem vildu vera hæverskir og
kurteisir mótað sér hegðunarreglur á grundvelli þeirrar hugmyndafræði
sem kirkjan predikaði. Oðru máli gegndi um hjúskaparmál, en þó vildu
menn fylgja boðum kirkjunnar að forminu til ef þeir áttu þess kost.
Fyrr á öldinni var Ienska að líta á höfðingja á borð við Gissur Þor-
valdsson og Þórð kakala sem hálfgerða landráðamenn, enda þótt brenni-
vínsslag hefði bjargað þeim síðarnefnda frá því að verða fullkominn
þjóðníðingur. Enn verri voru kirkjufurstar eins og Guðmundur góði eða
Staða-Árni sem í baráttu sinni fyrir guðsríki á jörðu urðu þjóðinni til
ófarsældar. Nú munu sagnfræðingar naumast deila þessari sýn á 13. öld-
ina og henni er ekki lengur haldið að fólki í kennslubókum. En engin
önnur sýn hefur komið í staðinn, heldur hefur allur þorri landsmanna
misst áhuga á þessu tímabili. Fáir alþingismenn munu telja sér til tekna
að kunna Sturlungu utanbókar nú, enda þótt stjórnmálaskörungar á
borð við Eystein Jónsson hafi haft hana á hraðbergi fyrr á öldinni.
Samt sem áður er 13. öldin spennandi tímabil og fátt sýnir það betur
en þær bækur sem eru nýútkomnar um þennan tíma. Heildarendurmat á
þessu tímabili er í uppsiglingu. Þá verður nærtækt að líta annars vegar til
ríkismyndunarinnar sem varð á Islandi um svipað leyti og í nágranna-
löndum, en hins vegar til boðskapar kirkjunnar manna um hæversku og
takmörkun ofbeldis. Islenskir höfðingjar löguðu sig að tíðarandanum og
reyndu að vera „nútímalegir". Ef til vill er hægt að líta á endalok þjóð-
veldisins sem þá pólitík sem nútíminn kallaði á, svo vitnað sé í orðræðu
samtímans.
Hér verður þó að forðast sögulega nauðhyggju. Jarldæmið Island
varð skammlíft, stétt handgenginna manna náði ekki að festa rætur í ís-
lensku samfélagi og fáir voru „herraðir“ eftir 1320. Riddarasögur urðu
skemmtiefni fyrir almenning og voru gerðar eftir þeim rímur. Úmboðs-
störf fyrir konung féllu í skaut fjáraflamönnum sem söfnuðu jarðeignum
af svo miklu kappi að sjálfsábúð á Islandi var einungis stunduð af 20.