Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 166
160
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
SKlRNIR
afla en þurft hefði, af því að enginn eignarréttur var á fiskistofn-
um, sambærilegur við þann, sem er á kvikfénaði og jörðum, voru
veiðarnar einmitt ekki „að ósekju“. Sú niðurstaða er því eðlileg,
sem íslenskir lögfræðingar hafa komist að, að kvótakerfið hafi á
sínum tíma ekki haft í för með sér óréttmæta skerðingu atvinnu-
frelsis.17 Oðru nær. Það hafði í för með sér nýja skilgreiningu at-
vinnufrelsisins, svo að menn ynnu ekki hver gegn öðrum eins og
við ótakmarkaðan aðgang.
En hvað getur það ákvæði laga um stjórn fiskveiða merkt, að
nytjastofnar á Islandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar?
Það getur að minnsta kosti ekki merkt, að þeir séu eign íslenska
ríkisins í sama skilningi og til dæmis skrifstofuhúsið Arnarhváll,
eða húsgögn, tæki og bílar í opinberum stofnunum. Miklu skýr-
ari og afmarkaðri reglur þurfa að vera um gæði, til þess að þau
séu ríkiseign. „Þjóðin“ er allt annað og miklu víðara hugtak en
„ríkið“. íslenskir lögfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu,
að merking sameignarákvæðis laganna um stjórn fiskveiða sé
óljós og það því lítt nothæft í umræðum.18 Helst geti það merkt,
að ríkið áskilji sér fullveldisrétt yfir fiskimiðum í efnahagslög-
sögu íslands, rétt til að skipa þar málum með lögum. En það
hafði hvort sem er þann rétt eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í
200 mílur, svo að segja má, að ákvæðið sé óþarft. Önnur hugsan-
leg merking þess er, að nýta verði fiskistofna á Islandsmiðum í
samræmi við langtímahagsmuni íslensku þjóðarinnar og ekki
annarra. Til dæmis mætti hugsa sér, að með þessu ákvæði væri
girt fyrir, að ríkið gæti gert einhverjar þær ráðstafanir, sem jafn-
giltu því, að fiskimiðunum væri afsalað til annarra þjóða (til
dæmis með aðild að Evrópusambandinu, ef í slíkri aðild felst
óhindraður aðgangur annarra þjóða að fiskimiðunum). Ef þessi
skilningur er réttur, þá áskilur íslenska ríkið sér þannig sérstakan
og víðtækari íhlutunarrétt um niðurstöðuna af frjálsum viðskipt-
um með kvóta en með flesta aðra vöru, þótt einstaklingar megi
vissulega fara með kvótana sem eignir sínar. Hitt er annað mál, að
17 Sbr. Tryggva Gunnarsson, „Stjórnarskráin og stjórnun fiskveiða og búvöru-
framleiðslu" í Tímariti lögfrœðinga (39. árg. 1989), 109-25.
18 Sigurður Líndal, „Nytjastofnar á íslandsmiðum - sameign þjóðarinnar" í Af-
mxlisrit: Davíð Oddsson fimmtugur (Bókafélagið, Reykjavík 1998), 781-808.