Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 203
SKÍRNIR
ENN ER RÝNT í GULLNAR TÖFLUR
197
skilgreining geti gert henni fullnægjandi skil“ (56), og „eins og raunin er
raeð flestar alhæfingar, eru þar nokkrar undantekningar" (II. bindi,
1998:80). Undantekningarnar frá þeim „reglum“ sem Clunies Ross setur
fram draga í engu úr mikilvægi rannsóknarinnar eða gildi hennar, en þær
staðfesta að aldrei hefur verið fullkomið samkomulag um viðurkenndan
heildarskilning á norrænni goðafræði, ekki einu sinni á íslandi á þrett-
ándu öld, eins og vikið verður að hér á eftir. I verki af þessu tagi, sem
virðist einnig ætlað lesendum með litla þekkingu á viðfangsefninu (sjá
34-37), verður því að fara afar varlega í að breyta tilgátum í fullyrðing-
ar.12 Enda þótt þær útlínur sem hér hafa verið dregnar virðist nærri lagi,
sérstaklega þegar hugað er að verkum Snorra og hugmyndum hinna
Iærðu skrásetjara Islendingasagna, er ekki þar með sagt, eins og Clunies
Ross viðurkennir reyndar sjálf (101-102), að venjulegur smábóndi af
Austurlandi eða Vestfjörðum, sem við vitum lítið um, hafi haft sömu
skoðun á málinu (sjá t.d. Heimi Pálsson 1999b).13 Þá má geta þess að
þótt hægt sé að líta á öll skrif í lausu og bundnu máli sem samstæðan
„textaheim“ og notast við þau til að draga upp heildarmynd af skoðun-
um, heimssýn eða gildi goðsagnanna fyrir samfélagið á þrettándu öld,
þýðir það ekki að einstök eddukvæði falli inn í þá skilgreiningu. Mörg
þeirra urðu sennilega til í frumgerð sinni nokkrum öldum áður en þau
voru færð í letur og varðveittust á vörum fólks sem var talsvert ólíkt
þeim lærdómsmönnum sem Snorri umgekkst.
Líkt og G. S. Kirk hefur bent á í umfjöllun sinni um kenningar
Claude Lévi-Strauss (1970:63 og 83, viðb.), er ekki annað hægt en að
verða fyrir áhrifum af heildarkenningunni, enda þótt ýmis smáatriði
hennar séu umdeilanleg. I framtíðinni verða öll verk um fornnorræna
goðafræði að taka tillit til þeirra kenninga sem eru settar fram í bók Clu-
nies Ross. Þetta sannast strax í annarri bókinni sem hér verður rædd,
Murder and Vengeance among the Gods eftir John Lindow. Hér er á
ferðinni vandað verk sem fjallar einkum um dauða Baldurs, en líta má
þannig á að markmið Lindows sé að sætta annars vegar þá formgerðar-
sinnuðu aðferðafræði sem Clunies Ross beitir og hins vegar kröfu John
12 Til dæmis má taka aðrar vafasamar staðhæfingar eins og á bls. 74 (þar sem
Freyr, „enn annar „inveterate“-ferðalangur á meðal guðanna" er sagður hafa
„getað ferðast í lofti og á legi“), og bls. 52 þar sem Skírnir er sagður hafa ferð-
ast í gegnum dimman skóg á leið sinni til Gerðar. Hvorugt er rétt. Þó að sjá
megi í hinu síðarnefnda snjalla hliðstæðu við ýmsar miðaldafrásagnir af ferða-
lögum til annarra heima, er enginn fótur fyrir þessu í Skírnismálum, þar sem
Skírnir segist einfaldlega hafa gengið „úrig fiöll“ (10. erindi).
13 Clunies Ross kveðst hafa lítinn áhuga á mismunandi útgáfum eftir héruðum
eða fyrri vísbendingum fornleifafræðinnar (sbr. til dæmis 50, 58, 188 og
191-192), en þess í stað kjósi hún að beina athyglinni að því sem hún álítur
hafa verið „viðtekin gildi“ á íslandi á þrettándu öld (58).