Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 21
SKÍRNIR
HALLDÓR HALLDÓRSSON
15
sem alþýðleg fræðsla um íslenzka tungu og þróun hennar“, eins
og Halldór kemst að orði í formála. Hann flutti sjálfur tvo af
þessum þáttum og fjölluðu þeir um nýgervinga í íslensku að
fornu og nýju.
Halldór samdi mörg rit sem ætluð voru til kennslu í mennta-
skóla eða háskóla. Helst þeirra eru: Stafsetningarreglur (1944),
Stafsetningarorðabók með skýringum (1947), Islenzk málfræði
handa ceðri skólum (1950), Egluskýringar handa skólum (1950),
Kennslubók í setmngafræði (1955), Kennslubók í íslenzkri mál-
frxði (1956) og Þættir um sögulega merkingarfræði. Kennslukver
handa stúdentum í merkingarfræði (fjölrit 1971). Sum þessara rita
hafa verið gefin út oftar en einu sinni.
Stafsetningarorðabókin var að því leyti nýstárleg að þar var að
finna skýringar á uppruna og skyldleika orða, sem almenningur
átti ekki greiðan aðgang að annars staðar. Hún varð því vinsæl
meðal þeirra sem hafa gaman af slíkum fróðleik. Þessi bók kom
síðast út í 4. útgáfu 1994, mikið endurbætt, þótt Halldór væri þá
kominn á níræðisaldur og orðinn sjóndapur. Málfræði hans frá
1950 var efnismikil, en líklega merkust fyrir það að í henni er sér-
stakur kafli um merkingarfræði, og var það nýmæli. Af einhverj-
um ástæðum hefir þessi fróðlega bók varla nýst sem skyldi.
IV
Sigurður skólameistari sagði endur fyrir löngu að íslensk tunga
myndi eiga sér traustan málsvara meðan Halldór Halldórsson
lifði. Enginn, sem til þekkir, mun efast um réttmæti þeirra um-
mæla. Halldór heyrði ég fyrstan manna nota orðið málrækt, og
fer vel á því. Hann var reyndar ekki upphafsmaður þess orðs, en
hann var einhver ötulasti málræktarmaður, sem þjóðin hefir átt.
Honum tókst með ágætum að sameina það tvennt að hafa málið
að viðfangsefni bæði til rannsóknar og ræktunar. Og hann lagði
ætíð áherslu á að málrækt yrði að styðjast við trausta þekkingu á
málfræði og málsögu. Það var hans aðferð, og sjálfur greindi hann
glöggt á milli vísindamannsins og málræktarmannsins.
Halldór Halldórsson var alinn upp í íslenskuskóla Sigurðar
Guðmundssonar og varð fyrir sterkum áhrifum frá honum og