Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 214
208
TERRY GUNNELL
SKlRNIR
McKinnell dregur þær ályktanir af rannsókn sinni að fyrst greina
megi svo mikinn fjölbreytileika í „sögum um hinar einföldustu goð-
sagnapersónur, verður almennt að álíta hann sem gefinn hlut“ varðandi
aðrar goðsagnir (86). Sömu rök eru síðan heimfærð upp á ólík trúarvið-
horf sem greina má í Vafþrúðnismálum og Völuspá. Umfjöllunin um
Völuspá er nýstárleg að því leyti að hún greinir uppbyggingu vísdóms-
keppninnar á milli Öðins og Vafþrúðnis að hluta til með hliðsjón af les-
endum eða áheyrendum. Eins og McKinnell leggur áherslu á, vitum við
fyrirfram hver örlög guðanna eru og það veit Óðinn einnig. Þess vegna
ættum við ekki að líta svo á að Óðinn sé að reyna að uppgötva hvað
framtíðin beri í skauti sér - því að ef hann vissi það ekki væri hann
ófær um að spyrja spurninganna - heldur frekar að sannreyna hvort
örlögin séu eins óbreytanleg og útlit er fyrir. Af þessu skapast tvíræð
kaldhæðni: svo lengi sem Vafþrúðnir svarar eins og Óðinn á von á,
getur hann verið viss um að halda lífi í keppninni, en á hinn bóginn á
hann enga von um að komast hjá þeim örlögum sem honum eru ætl-
uð í ragnarökum. (102)
Á meðan eykst spennan því að Vafþrúðnir hlýtur smám saman að kom-
ast að því hvern hann á í höggi við, og afhjúpun hins dulbúna gests jafn-
gildir sigri Vafþrúðnis (101). McKinnell lítur svo á að hugmyndafræði-
legur boðskapur ljóðsins sé sá að líf að loknum ragnarökum sé komið
undir „náttúrunni, staðföstum lífsvilja mannanna, og á efsta stiginu á
hugrekki, styrk og réttlátri hefndarskyldu eftir nánustu ættingja" (106),
jafnvel þó að það dugi Óðni ekki, þar sem honum er einungis umhugað
um að lifa af.
ítarleg rannsókn McKinnells á Völuspá varpar ljósi á nokkur sið-
fræðileg minni sem virðast endurspegla samtímalegar kristilegar hug-
myndir miðaldamanna um endurkomu frelsarans við nýtt árþúsund.
Meðal þessara minna er hugmyndin um að gull hafi spillingu í för með
sér, að siðferðislegt hrun sé óumflýjanlegt, að þeim illu verði refsað eftir
dauðann, að blásið verði í lúðra og verur muni koma út úr klettum um
leið og fulltrúi hins illa brýst úr fjötrum. Á hinni nýju jörð verði hinum
réttlátu launað með komu eins almáttugs guðs (123-126).26 í huga
McKinnells er Níðhöggur ekki vera úr framtíðinni heldur merki þess að
ragnarök séu í þann mund að hefjast (112). Samkvæmt honum gera þessi
einkenni Völuspá þó ekki að kristilegum kveðskap (125). Niðurstaða
hans er sú að „skáldið sem samdi Völuspá hafi orðið fyrir siðferðilegum
áhrifum frá kristni, en haldi að mestu heiðinni ásýnd, þótt hún sé afar
einstaklingsbundin í þessu tilviki“ (127).
26 Svipaðar hugmyndir er að finna í Clunies Ross 1994:257 og Dronke 1997:
93-98.