Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 101
SKÍRNIR
MUSTERITUNGUNNAR
95
Að mati Indriða hefur íslenskt mál náð töluverðum þroska við
upphaf aldarinnar. Bókmenntirnar hafa unnið sitt verk og frá
endurvakningu Alþingis 1845 hefur stórt og mikið skref verið
stigið í málþroska þjóðarinnar:
Hægt væri að benda á marga menn með mikilli þingmælsku. Landsmenn
hafa vanist því að tala á þingi og mannafundum, og málið er að auðgast,
og er orðið allauðugt aftur við iðulega notkun þess. Málið er skært og
hljómfagurt, og fyrir hvern, sem kann það, er það auðugt og beygjanlegt,
og hlýtur að fara vel á leiksviðinu. Frá þess hálfu getur ekkert verið því
til fyrirstöðu að hér komi upp góð leikritalist, og leiklist yfir höfuð.10
Af máli Indriða má sjá á hvaða forsendum hann byggir þjóðleik-
hússýn sína. Hann vísar umfram allt til þriggja meginþátta: þjóð-
ernistilfinningar, fornrar bókmenntaarfleifðar og ekki síst ís-
lenskrar tungu. Þessir þættir eru grundvöllur þess að leikritun nái
að þroskast og dafna í landinu, en til þess vantar að hans mati að-
eins eitt að auki: leikhús, sem muni efla hina nýju leikritun, stað
þar sem leikskáld geti séð verk sín á sviði. Það sé enginn skortur á
leikurum, heldur sé skortur á nýjum íslenskum leikverkum.
Markmiðið með byggingu Þjóðleikhúss sé að efla leikritun í land-
inu. Athyglisverð er aðgreining Indriða á leikritalist annars vegar
og leiklist hins vegar, en af máli hans að dæma er mikilvægara að
efla leikritun en leiklist, enda sé leikritunin forsenda þess að leik-
list geti dafnað. Átta árum síðar vekur hann aftur máls á þjóðleik-
húshugmyndinni, og nú af enn meiri krafti:
I nafni listarinnar, vegna íslensks þjóðernis, og vegna heiðurs þjóðarinn-
ar, krefst ég þess, að hjer verði reist sæmilegt leikhús, og það verði gert
svo úr garði, að leikrit þessara manna verði leikin fyr hjer á landi en
nokkurstaðar annarstaðar. Annars er sem við viljum ekki kannast við þá,
og það gleymist að þeir séu íslenskir menn.* 11
Mennirnir sem Indriði vísar hér til eru tvö íslensk leikskáld sem á
þessum tíma reyndu fyrir sér erlendis: Guðmundur Kamban, sem
10 Sama:146.
11 Indriði Einarsson 1915:76.