Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 102
96
MAGNÚS ÞÓR ÞORBERGSSON
SKÍRNIR
hafði fengið verk sitt Höddu-Pöddu fært upp við konunglega
leikhúsið í Kaupmannahöfn, og Jóhann Sigurjónsson, sem kom
Fjalla-Eyvindi á svið í Berlín og Múnchen, sem og víðar. Indriði
taldi að þeir Guðmundur og Jóhann væru á góðri leið með að
verða meiri höfundar en Henrik Ibsen, en það væri mikil skömm
að þeir skyldu ekki skrifa á íslensku. Tilgangurinn með þjóðleik-
húsi væri að búa íslenskum leikskáldum aðstöðu til að skrifa á ís-
lensku og fá verk sín sýnd hér við sæmandi aðstæður.
I þessari grein úr tímaritinu Oðni höfðar Indriði, eins og fyrr,
sterklega til þjóðernistilfinningar landa sinna. Það sé mikil
skömm að því að íslensk leikrit skuli ekki vera frumflutt á Is-
landi. Enginn skilji þessi leikrit betur en Islendingar sjálfir, og þar
eð Jóhann Sigurjónsson og Guðmundur Kamban sigli hraðbyri á
vit heimsfrægðar sé mikilvægt að Islendingar verði öðrum þjóð-
um fyrirmynd um uppsetningar á íslenskum leikritum. Enn og
aftur kallar hann bókmenntahefðina og tunguna sér til fulltingis:
Landsmenn vöktu einir á miðöldunum og hjeldu uppi bókmenntum
meðan öll Norðurálfan svaf dauðasvefni að því leyti. Með fyrri öld
vaknar þjóðin aftur; menn fara að skrifa og prjedika um íslenska tungu,
um íslenskt verslunarfrelsi, og íslenskt stjórnfrelsi, og tungan er endur-
vakin, verslunarfrelsi og stjórnfrelsi er heimt aftur heim, og bókmenntir
og listir eru að komast á blómaskeiðið. ... Það var bent á það í ritgerð í
ísafold, að saltfiskur, smjör og ull, mundu seint verða til þess að vekja
velvild, eða eftirtekt annarra þjóða á landsmönnum, það sem mundi best
vekja hvorttveggja, væri skáldskapur og listir.12
Ljóst ætti að vera af þessum tveimur greinum Indriða Einarsson-
ar um þjóðleikhús handa Islendingum, hversu náin tengsl hafa
verið milli draumsins um þjóðleikhús annars vegar og þjóðern-
isstolts og grundvallar íslenskrar menningar, bókmennta og
tungu, hins vegar. Indriði lítur fyrst og fremst á þjóðleikhús sem
uppeldisstöð fyrir leikritaskáld. Hann er ekki að velta fyrir sér
formi leikhússins, eða endurnýjun þess, eins og áberandi var í
evrópskri leikhúsumræðu á þessum tíma, heldur er honum mest í
12 Sama: 83. Hér kemur fram hin sérkennilega aðgreinda tvennd sem rótgróin er
í íslensku máli: bókmenntir og listir, sem ósjálfrátt hefur bókmenntirnar svo-
lítið upp á kostnað annarra lista, sem allar eru settar undir einn hatt.