Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 210
204
TERRY GUNNELL
SKÍRNIR
fæðardeilur í goðaveldinu drógu á eftir sér, en slíkar deilur mögnuðust
vegna þeirrar áherslu sem lögð var á úrlausn mála, heiður og manngildi
(175). Sömu hugmyndir er að finna í fornsögunum, og líkt og Lindow
bendir á, er „frásagnarmynstur sagnanna“ afar áberandi í þeim sögum
sem Snorri segir í Gylfaginningu. I lokaorðum sínum segir hann að
freistandi sé „að líta á norræna goðafræði sem einfaldaða samsvörun við
þær félagslegu athafnir sem bjuggu að baki óreiðunni í raunveruleika ís-
lensks samfélags" (178). I þessum skilningi gaf frásögnin um Baldur
áheyrendum von með því að boða sættir án málamiðlunar (179). Mc-
Kinnell sýnir með sambærilegum hætti fram á að í henni hafi endurómað
kristilegur boðskapur sem ekki var unnt að líta fram hjá.
Eins og bók Clunies Ross er Murder and Vengeance among the
Gods skyldulesning, ekki aðeins vegna þeirrar skynsamlegu og vel rök-
studdu hugmynda sem þar eru settar fram á varfærnislegan hátt (Lindow
breytir sjaldan tilgátum í staðhæfingar), heldur einnig vegna þeirrar
þekkingar og gnægðar heimilda sem þar er að finna. Lindow býr enn-
fremur yfir þeim sjaldgæfa eiginleika að geta sameinað skopskyn og
fræðimennsku. Einn meginstyrkur bókarinnar er sú fjölþætta aðferða-
fræði sem þar er beitt, en hún spannar allt frá frásagnarfræðilegri grein-
ingu til textafræði, mannfræði, orðsifjafræði og fornleifafræði. Þó að
hægt sé að draga ályktanir um þá merkingu sem goðsagnirnar hafi al-
mennt haft fyrir þrettándu aldar fræðimenn eins og Snorra og Saxa, legg-
ur Lindow einnig áherslu á að ljóst sé að fjölmargar ólíkar gerðir af
sömu sögunni hafi verið til um gervöll Norðurlönd (ekki síst í Dan-
mörku og á íslandi) rétt eins og óteljandi afbrigði sömu þjóðsagna hafa
fundist á síðari tímum, sem allar eru lagaðar að staðháttum og stað-
bundnum skoðunum og oft blandaðar öðrum sagnagerðum af ólíkum
uppruna (sjá t.d. Gunnell 1998). John McKinnell leggur einmitt mikið
upp úr þessum fjölbreytileika í bók sinni Both One and Many (1994),
sem nú verður vikið að.
Verk McKinnells er styst þeirra sem hér er rætt um, fremur ritgerða-
safn en eiginleg bók, og fær heldur minna rými en hin verkin tvö í þess-
ari umfjöllun. Það er hins vegar nauðsynlegt að hafa hana með vegna
þess að höfundurinn fer þar aðrar leiðir, sem eru í andstöðu við þá að-
ferðafræði sem Clunies Ross styðst við. Eða eins og McKinnell segir
snemma í umfjöllun sinni:
Margar bækur um norræna goðafræði hafa gert tilraun til að upp-
götva í henni eitt alltumlykjandi kerfi, eða fara aftur í aldir til að
tengja norræna heiðni við goðsögur indóevrópskra þjóða fyrri tíma.
Ég held að hvorugu þessara markmiða sé unnt að ná. Ef sú skoðun
mín er rétt, að persónubundin sköpunargleði og fjölbreytileiki hafi
gegnt mikilvægu hlutverki hjá goðsagnaskáldunum, er ekki mögulegt