Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 106
100
MAGNÚS ÞÓR ÞORBERGSSON
SKÍRNIR
frekri kennslu. Hvílíkur dagur. Hvílíkur viðburður. Ég var orðinn at-
vinnuleikari.20
Þó að leikarar hefðu lengi beðið þessarar stundar með óþreyju,
töldu ýmsir að húsið hefði verið opnað á hárréttu augnabliki.
Borgin hefði náð hæfilegri stærð, leikhúsáhugi almennings hefði
aukist stöðugt og menntuðum leikurum hefði fjölgað.21 Sú menn-
ingarlega bylting sem einnig hafði átt sér stað á stríðsárunum,
með auknum erlendum menningaráhrifum, hefur líklega haft sitt
að segja. Reykjavík var vaxandi menningarborg og Þjóðleikhúsið
var einn stærsti þátturinn í þeirri þróun, og opnun þess augljós-
lega tímabær.
Á hinu nýja sviði þurftu leikarar að ná tökum á allt öðrum
stærðarhlutföllum en þeir voru vanir. Sviðið var miklu stærra en
öll þau önnur svið í landinu sem notuð höfðu verið til leiklistar-
iðkunar, og hinn stóri áhorfendasalur hússins taldi 661 sæti, á
móti u.þ.b. 250 sætum í Iðnó. Sviðið var búið hringsviði sem
hægt var að snúa, hinu fyrsta á Islandi,22 og tæknilega var Þjóð-
leikhúsið óralangt á undan Iðnó. I stuttu máli þýddi opnun Þjóð-
leikhússins byltingu leiklistar á Islandi hvað snertir aðstöðu og
tæknilega möguleika.
Þeir voru ófáir sem heilluðust af tækninýjungum hússins,
enda var þeim beitt svo um munaði í vígslusýningunni, Nýárs-
nóttinni, þar sem tæknifólk leikhússins framkallaði ólíklegustu
fyrirbæri og feykilega leikhústöfra, við aðdáun og hrifningu
áhorfenda, sem flestir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt:
Vafalaust má telja, að leikhúsgestir hafi orðið hrifnir af ljósaútbúnaði
sviðsins ekki sízt þá er sýnd var skæðadrífa snemma í leiknum, norður-
ljós á himni og ýmislegt annað, sem til þessa hefur ekki gefizt kostur á að
20 Njörður P. Njarðvík 1963:231.
21 Sjá Jóhannes Helga 1982:35. Reyndar má spyrja hér hvað sé orsök og hvað af-
leiðing, því að fyrirsjáanleg opnun Þjóðleikhússins hefur eflaust átt hvað
stærstan þátt í að ungt fólk fór utan til að læra leiklist seint á fimmta áratugn-
um.
22 Þessi tækni var fundin upp í Þýskalandi skömmu fyrir 1900 og hafði t.d. Max
Reinhardt notað hana á margvíslegan hátt í Berlín við upphaf aldarinnar.