Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 87
SKÍRNIR LÖGIN SEM SUNGIN ERU VIÐ VÍSUR ÍSLENDINGA
81
Je m’en souviens, car je te dois la vie.
Mais toi, soldat, dis-moi, t’en souviens-tu?5
Hér er frönsk föðurlandsást á ferðinni, en Pólland kemur þar
ekkert við sögu, svo að enn er ekki ljóst hvers vegna Jónas kenndi
lagið við „Finis Poloniæ". En þá verður fyrir annað kvæði, þýskt.
I söngvaleikritinu Der alte Feldherr (Gamli hershöfðinginn) eftir
Karl von Holtei (1798-1880), sem frumflutt mun hafa verið í
Berlín árið 1829, er sungið ljóð undir þessu sama franska lagi.6
Þýska ljóðið, alls 5 erindi, er stæling á því franska; í stað „te sou-
viens-tu“ hljómar stefið „denkst du daran“. Á líkan hátt hittast
þar gamlir stríðsfélagar, hershöfðingi og hermaður; sá fyrrnefndi
á hermanninum líf sitt að launa. Hins vegar er sá munur að um er
að ræða tvo Pólverja sem rifja upp minningar úr frelsisstríði
þjóðar sinnar. Aðalpersóna leikritsins, hershöfðinginn gamli, er
sannsöguleg persóna, Thaddæus Kosciuszko (1746-1817) sem var
ein frægasta frelsishetja Pólverja og þjóðsagnapersóna í lifanda
lífi. Ljóðið hefst með þessum orðum Kosciuszkos:
Denkst du daran, mein tapfrer Lagienka,
dass ich dereinst in unserm Vaterland
an eurer Spitze, nach bei Dubienka,
Viertausend gegen Sechzehn-tausend stand?
Denkst du daran, wie ich, vom Feind umgeben,
mit Miihe nur die Freiheit uns gewann?
Ich denke dein, ich danke dir mein Leben:
doch du, Soldat, Soldat, denkst du daran?
5 Stuðst er við ofangreint rit, Chants et Chansons populaires de la France.
6 Sbr. æviágrip von Holteis í The Catholic Encyclopedia. Vefslóð: http//
www.knight.org/advent/cathen/07397b.htm. Þar er þess getið að von Holtei
hafi m.a. dvalist í París 1825-1829 og kynnt fyrstur manna „vaudeville" í
Þýskalandi. Der alte Feldherr var fyrsta söngvaleikrit hans af fjölmörgum. í
þýsku söngvasafni (F. M. Böhme, Volkstiimlicher Lieder der Deutschen im 18.
und 19. Jahrhundert, Leipzig 1895, bls. 81-82) segir reyndar að verkið hafi
fyrst verið flutt 1826 og hefur greinarhöfundi ekki tekist að sannreyna hvort
það sé rétt.