Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 53
Kvennaguðfræði og kynbundin túlkunarftæðileg ritskýring
sem boðskapur kærleika og frelsunar er vari að eilífu og einmitt þess vegna,
sem boðskapur er beinist sérstaklega til kvenna, svartra, flóttamanna,
atvinnulausra og annarra arðrændra og afskiptra.
Það einkennir trúvöm kvennaguðfræðinnar bæði sem ritskýringu og
túlkunarfræði, að það er leitast við að finna heimild fyrir uppmnalegu
ástandi, þar sem konur hafi verið frjálsar, sjálfstæðar og sýnilegar, þar sem
konur og karlar hafi starfað saman að sameiginlegu lífsmiði í gagnkvæmni
og jöfnuði. í þessu samhengi hugsar fólk sér, að þetta ástand hafi ríkt í
hópnum umhverfis Jesúm og á elstu tíð frumkristins safnaðar, af því að
Galatabréfið 3:28 er skoðað sem alger trygging fyrir því að jafnrétti og frelsi
hafi verið uppmnaleg viðmiðunarregla í lífinu í Kristi. Með réttu er þessi
sérstaki ritningarstaður kallaður lykiltexti kvennaguðfræðinnar og frelsunar-
guðfræðinnar. Að jafnaði er honum beitt með ógagnrýnum hætti sem kanón
í kanón.
Þá á það einnig við um kvennaguðfræði þar sem ekki er unnið eftir
brautum ritskýringar, að draumurinn um framtíðina verður að hugsýn um
fortíðina. Þetta þekkjum við t.d. í mæðraveldiskenningunum en reimleikar
af því tagi em miklir í ýmsum tilraunum til að sækja aftur glataða, kvenlega
uppmnastöðu t.d. með aðstoð frjósemisgoðsagna og hugmynda um gyðjur.
Og þá vaknar eðlilega spumingin, hvort það sem jákvætt er í garð kvenna
hafi ekki í öllum tilfellum verið gert að markmiði eða guðfræðilegu málefni
í sjálfu sér.
í nokkmm hópum er þörf fyrir að finna konum viðurkenningu í mynd
hins liðna eða foma; í öðmm hópum þróast trúarlíf kvennanna sem eins
konar frísvið neðan menningarinnar og í enn öðmm er hið kvenlega tilbeðið
eins og eðlislægur sérleiki, hugsaður sem baksvið fyrir andlegt líf, tilfinn-
inganæmi, sköpunargáfu og heildstæða ábyrgðarkennd. En er þetta ekki
sama þörf sem þama haslar sér völl ef grannt er skoðað? En hvort heldur
það em kvenréttindakonur sem verða forhellenískir búddistar eða hagsýnar
kvenkyrjur; eða hvort það snýst um kristna kvennaguðfræðinga sem kjósa
að halda sig innan ramma kristins boðskapar með því að gera t.d. fmm-
kristni að andstæðu kirkjulegrar kristni nútímans; er þetta ekki sama þörf
sem þama haslar sér völl ef grannt er skoðað? Þegar Elisabeth Schussler
Fiorenza endurgerir huglæga mynd sína af uppmnalegu lífi í Kristi og notar
sem gmndvöll að fyrirmyndartillögu sinni um kvennakirkju, þá gerir hún
það að ákveðnu marki, skuldbundin hliðsjón af túlkun á texta Nýja testa-
mentisins sem er aðferðafræðilega meðvituð. Samt gerir hún þetta ekki síst
með hliðsjón af afstöðu sinni fyrirfram, afstöðu til huglægni sem jákvæð er
konum og það er sú skoðun sem knýr hana til að finna að baki textans og
undir honum en ekki í textanum, það sem hún verður að fínna, svo fremi að
hún eigi að hafa úthald í að vera áfram kaþólsk kristin kona. Eftir því sem
ég best fæ séð, er þetta bókstaflega talað, dæmi um hvemig unnt er, af hug-
lægni kvenna, að sækja kvennaguðfræðilegan túlkanda innan frá þegar það
markmið að veita konum viðurkenningu, er fyrirfram ákvarðað af trúvamar-
áhuga.
51