Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 64
Gunnar Kristjánsson
heild; og gaf öllu merkingu og innihald. Kirkjan hélt áfram að vera
umgjörð utan um líf manna, einnig þeirra sem voru tvístígandi í
málefnum trúarinnar og jafnvel einnig þeirra sem afneituðu henni. í
stórum dráttum er þetta hlutverk hennar í fullu gildi hér á landi ennþá.
Rössler nefnir tvær meginstefnur á nítiándu öld: Annars vegar telur
hann vera tilhneigingu til þess að skilgreina kirkju reynslunnar sem kirkju
trúarinnar oft með skírskotun til jáminganna. Þetta telur hann fráhvarf
frá viðleitni siðbótarmanna og afturhvarf til kirkjuskilnings rómversku
kirkjunnar sem siðbótarmenn höfnuðu, þ.e.a.s. að kirkjan sé skilin þannig
að hún sé sjálf hjálpræðisstofhun og hafi vald á hjálpræðinu.21
Hins vegar telur Rössler að nítjánda öldin hafi einnig einkennst af
tilhneigingu í þveröfuga átt. Þar á hann við guðfræði undir hegelskum
áhrifum (t.d. hjá R.Rothe), en skv. þeim skilningi átti kirkjan að hafa
mótandi áhrif á allt lífið og allt mannlegt samfélag og að markmið hennar
sé að verða að lokum eitt með ríkinu og falla inn í það.
Undir lok nítjándu aldar er kirkjuhugtaksumræðan horfin af
sjónarsviðinu og áhugi manna snýst um persónulega trúarafstöðu. Áhersla
er lögð á söfnuðinn, kirkjuskilningurinn snýst um safnaðarhugtakið en
söfnuðurinn er skilinn sem félagsskapur kristinna manna. í þessu
sambandi má minna á það sem gjaman er fjallað um sem upphaf
safhaðarguðfræði í nútímaskilningi á meginlandinu. Þá koma fram ýmsar
hugmyndir manna um fjölbreytta starfsemi á vegum safnaðarins og þar á
meðal myndun hins svonefhda sýnilega safhaðar.
Rössler telur að meginvandi nútímaumræðu um kirkjuskilning komi
fram í þeim mismuni sem er á trúfræðilegri umræðu um kirkjuna og
umfjöllun um kirkju reynslunnar, þ.e.a.s hina raunverulegu kirkju.
Hvernig fer þetta tvennt saman.22 Hvernig er unnt að sameina
trúfræðilegar yfirlýsingar reynslunni?
Samandregið:
Lútherskar kirkjukenningar hafa mótast af tvíþættum skilningi á kirkjunni
þ.e. hinni sýnilegu og ósýnilegu kirkju: Sem ecclesia stricte og late dicte
(Melanchton) eða einfaldlega sem sýnileg og ósýnileg kirkja eða sem sönn
og ósönn kirkja. Gerhard Ebeling talar í þessu samhengi um
„kirkjufræðilega grundvallaraðgreiningu” og Wolfgang Trillhaas kallar
þetta tema (tvíþættingu kirkjuskilningsins) „vandamál mótmælenda”.23
Það er þó ekki fyrr en á þessari öld sem þessi aðgreining verður að
meginvanda. Rössler segir að Karl Barth hafi þegar í fyrstu útgáfu
skýringarits síns við Rómverjabréfið stillt kirkjunni - og það meira að
segja hinni boðandi kirkju - upp veraldarmegin sem algjörlega veraldlegu
fyrirbæri og hafnað öllu tali um ósýnilega kirkju. (Barth: „Die Kirche ist
ein „Weltvolk””.24)
21 Sama rit, bls. 251.
22 Sama rit, bls. 253.
23 Rössler, bls. 253.
24 Sama rit, bls. 255.
62