Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 132
Sigurður Pálsson
getur öðlast í glímunni við þessar kenndir, t. d. VON sem fæðst getur af
átökum milli grundvallandi trausts og tortryggni í fmmbemsku. Bygging
töflunnar á einnig að lýsa að eitt þroskaskeið byggir á þeim sem fyrir fóm
um leið og sá þroski sem náðst hefur ljær því nýja merkingu sem áunnist
hefur á fyrri skeiðum.
Enda þótt Fowler telji sig undir sterkum áhrifum frá Erikson segist hairn
eiga erfitt með að gera grein fyrir í hverju þau em einkum fólgin. Hann
nefnir þó nokkur atriði.
Fyrst og fremst er um að ræða þá viðleitni Eriksons í kenningum sínum
um þróun sjálfsins að tengja líffræðilegan þroska breytingum á félagslegri
stöðu og tengja hvort tveggja meðvitaðri og ómeðvitaðri viðleitni
einstaklingsins til aðlögunar (adaption). Þessar breytingar orsaka innri
togstreitu (kreppu) hjá einstaklingnum eins og áður er getið. Kenningar
Eriksons um þetta hafa reynst Fowler og samstarfsmönnum hans einkar
gagnlegar við greiningu og túlkun á reynslusögum ólíkra einstaklinga. Þeir
komust að því að þegar einstaklingur var staddur þar á æviferli sínum að
flytjast af einu skeiði á annað eins og þeim er lýst af Erikson, féll það oft að
eða hjálpaði til við að hrinda af stað breytingum á formgerð hinnar
trúarlegu hugsunar, en þó alls ekki alltaf. Það hefur sýnt sig að hvaða
heilbrigður einstaklingur sem er getur staðnað á hvaða þroskastigi sem er
frá og með því þriðja á kvarða formgerðarsinna.19 Hann þarf eigi að síður
að glíma við „togstreitur“ sem upp koma á ýmsum skeiðum ævinnar.
Glíman getur leitt til breytinga á formgerð hugsunarinnar, en þarf ekki að
gera það.20
Annað jafnmikilvægt atriði í viðhorfum Eriksons er nefnt til sögunnar,
en það er skilningur hans á trú og sú athygli sem hann hefur beint að henni.
Lýsing hans á togstreitunni sem einkennir fyrsta þroskaskeiðið, þegar traust
og tortryggni togast á og hvemig þeirri togstreitu lyktar er að hans dómi
lýsing á hvemig sá gmnnur er lagður sem trúin hvílir á í mannlegu lífi.
Enda þótt viðhorf Eriksons séu fjarri þeirri nauðhyggju sem álítur að allt
sem varðar trú/traust ráðist á fyrstu tólf mánuðunum, hefur hann eigi að
síður bent á mikilvægi þess grandvallar sem lagður er á þessu skeiði.
Fowler játar að hann eigi betra með að gera grein fyrir þeim áhrifum sem
Piaget og Kohlberg hafa haft á rannsóknir hans og kenningasmíð en þeim
áhrifum sem hann hefur orðið fyrir af Erikson. Sjálfur skýrir hann það með
því að áhrif Eriksons séu gjörtækari en um leið óljósari. Kenningar
Eriksons hafi snert sannfæringu sína með öðram og djúptækari hætti en
formgerðarsinnamir. Hann játar, þótt það kunni að þykja ófullnægjandi
19 Sjá Richard Norman Shulik, Faith Development, Moral Development and Old Age:
An Assessment of Fowler's Faith Development Paradigm, and Aging. (Ph.D. diss.
Committee on Human Development, Department of Behaviorial Science,
University of Chicago 1970).
20 Þannig er mikilvægt að greina á milli þess þroska sem leitt getur af margvíslegum
* umhverfisáhrifum, án þess að formgerð hugsunarinnar breytist og hinum, sem
verður vegna eigindlegra breytinga á formgerð hugsunarinnar.
130