Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 146
Sigurður Pálsson
sem þegar eru í valdahlutverkum (ef þeir eru álitnir verðugir) eða á sér
rætur í sameiginlegu áliti mikils metins hóps.28
Á þessu skeiði hafa einstaklingar tilhneigingu til að gera sér mynd af
hinum „ítrustu aðstæðum" sem persónulegum tengslum. Guð er sá sem
þekkir okkur betur en við sjálf. Guð veit hver við erum og hver við munum
verða. Það er hægt að treysta honum sem vini, félaga og bjargvætti. Það er
dæmigert fyrir einstaklinga á þessu skeiði að í nánum tengslum við aðra og
með einlægri sjálfsvitund sé unnt á einhvem hátt að tengjast dýpt eða hæð
hins æðsta.
Möguleikar þessa skeiðs em fólgnir í hæfni til að móta hugmyndir um
eigið sjálf og eigin trú, sem felur í sér fortíð einstaklingsins og framtíðarsýn
um hinar „ítmstu aðstæður“ en hefur jafnframt á sér persónulegt yfirbragð.
Það sem úrskeiðis getur farið á þessu skeiði er af tvennum toga.
Væntingar til og virðing fyrir öðmm getur sest að einstaklingnum með
þvingandi hætti (eða áunnið sér eins konar helgi) svo að síðara sjálfstæði til
orðs og æðis er stefnt í voða.29 Sömuleiðis getur það að verða fyrir svikum í
samskiptum við aðra ýmist leitt til níhílískrar örvæntingar um tilvist
persónulegs guðs eða þá að einstaklingurinn bætir sér svikin upp með
innilegu guðssamfélagi sem er óháð jarðneskum tengslum.
Meðal þess sem leitt getur til röskunar á þessu skeiði og þar með búið í
haginn fyrir það næsta em alvarlegar mótsagnir eða ágreiningur milli þeirra
sem einstaklingurinn treystir og hefur mætur á sem heimildar- eða
forráðamönnum. Sama á við um marktækar breytingar sem viðurkenndir
leiðtogar gera á stefnumiðum eða hefðum sem þótt hafa helg og
ófrávíkjanleg.30Einnig skiptir hér máli reynsla sem einstaklingurinn verður
fyrir eða kynni hans af sjónarmiðum sem knýja hann til að skoða á
gagnrýninn hátt hvemig gildismat manna og skoðanir mótast og breytast og
að hvaða leyti þetta er háð þeim hópi sem einstaklingurinn hefur tilheyrt og
þeirri mótun sem hann hefur orðið fyrir. Það að fara að heiman, hvort
heldur sem er tilfinningalega eða raunverulega, veldur því oft að einstak-
lingurinn tekur til við endurmat á sjálfum sér, fortíð sinni og lífsgildum,
sem getur síðan leitt til þess að nýtt skeið hefjist.
A. Rökmynd
Á þessu skeiði öðlast unglingamir hæfni til að hugsa í óhlutstæðum
hugtökum. Þetta er það sem Piaget kallar formlega rökhugsun eða form-
legar aðgerðir. Þessi hugsun einkennist af hæfni til að hugsa óhlutbundið,
beita hugsuninni á orð, hugtök, tilgátur og röksemdir. í sambandi við trú er
mikilvægt að einstaklingurinn verður nú fær um að hugsa um sína eigin
28 Fowler telur þetta m.a. skýra hvers vegna svo virðist sem margir trúarsöfnuðir starfi
best og í þeim ríki mest samstaða þegar flestum meðlimum þeirra er lýst með
einkennum þriðja skeiðs.
29 Á ensku „The tyranny of the they". Sjá James W. Fowler: Faith Development and
Pastoral Care, bls. 66.
30 Hér má taka dæmi af því þegar rómverska kirkjan tók upp messuflutning á
móðurmáli viðkomandi þjóða í stað latínu.
144