Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 166

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 166
Vilhjálmur Ámason samhengi, því aðalatriðið er að hvort tveggja ráðslagið er siðlaust vegna þess að það vanvirðir manneskjur og stendur í vegi fyrir því að þær nái að þroskast og dafna. Það sem ég hef áhuga á í þessum dæmum er það að í báðum tilvikum hefur ríkið brugðizt hlutverki sínu. Það sinnir ekki þeirri frumskyldu sinni að skapa þegnum sínum sem jöfnust og ákjósanlegust skilyrði til þroska. Mannréttindi standa vörð um það svið athafna og hugsana einstaklingsins sem er óaðskiljanlegur hluti af honum sjálfum og því grundvallarþáttur í persónuþroska. En það er ekki nóg að tryggja mannréttindi „formlega“, ef svo má að orði komast, heldur verður að veita öllum efnisleg lágmarksskilyrði til þess að neyta þeirra. Rétturinn til einkalífs er lítils virði, ef fólk á hvergi heima. Rétturinn til lífsins getur jafnvel orðið innantómt formsatriði fyrir fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar. Hitt er líka alkunna, að öll heimsins gæði og velferðarstofnanir geta orðið lítils virði ef fólk er svipt frelsinu til þess að ráða sér sjálft og verður að lúta afskiptum valdhafa í hvívetna. Velferð og réttlæti verða því að haldast í hendur. Hvorugt getur þrifizt vel án hins. Þegar ríkið vanrækir annaðhvort þessara verðmæta bregst það skyldum sínum við borgarana, það fólk sem því er ætlað að þjóna. Því er ég að tíunda þessi atriði í upphafi máls míns, að mér virðist að þegar kirkjan býr við þjóðfélagsleg skilyrði af þessu tagi, þar sem ríkið vanrækir velferðarmál eða brýtur mannréttindi á þegnum sínum, þá liggi hlutverk kirkjunnar tiltölulega ljóst fyrir. Við slíkar aðstæður þarf ekki að spyrja spuminga eins og þeirra sem liggja fyrir þessari ráðstefnu. Þar sem fólk býr við örbirgð og ofbeldi kemst kirkjan varla hjá því að vera lifandi; hún hlýtur að vera athvarf kúgaðra, bjargvættur nauðstaddra og málsvari lítilmagnans. Á þessu er ef til vill oft misbrestur í reynd, en sé kirkjan heilbrigð við þessar aðstæður lætur hún til sín taka í baráttu gegn ójöfhuði og óréttlæti. Um þetta segir séra Auður Eir á einum stað: Vegna tníarinnar á Frelsarann, Jesúm Krist, hvílir sú ábyrgð á kirkjunni að hjálpa undirokuðu fólki að sigrast á magnleysi sínu, rísa upp og stjóma sjálft lífi sínu. Hún verður sífellt að breyta krafti fagnaðarerindisins í kraft, sem birtist í samfélaginu, meðal hinna fátæku, kúguðu og fyrirlitnu. Guð hefur tekið sér stöðu við hlið hinna kúguðu, hveijum kynþætti, þjóð eða kyni sem þau tilheyra.2 ,Að hjálpa fólki að stjóma sjálft lífi sínu,“ segir í þessum kafla, og séra Auður heldur því fram að verkefni kirkjunnar varði frelsun fólks undan hvers konar ánauð. Og víst snýst spumingin, eins og ég hef lagt hana fyrir hér, einnig um frelsi. Velferðarhugsjónin snýst um frelsi undan skorti og efnislegri ánauð, og réttlætiskrafan kveður ekki sízt á um frelsi undan óréttmætum afskiptum ríkisvalds af einkalífi manna. Allt trúarstarf, sem leitast við að rétta hlut þeirra sem líða neyð eða em órétti beittir, beinist þannig að frelsun manna, hvort sem það er gert undir formerkjum „frelsunarguðfræði“ eða 2 Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, „Guðfræði svartra,“ Orðið, Rit Félags guðfræðinema, 20 (1986), s. 32. 164
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.